Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 24. september 2020 22:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jói Kalli segir umræðuna um Stefán og Tryggva vera þreytta
Tryggvi Hrafn Haraldsson.
Tryggvi Hrafn Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Teitur Þórðarson.
Stefán Teitur Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lengi hefur verið umræða um það að Stefán Teitur Þórðarson og Tryggvi Hrafn Haraldsson séu á förum frá ÍA eftir núverandi tímabil.

Stefán Teitur er samningsbundinn ÍA út næsta tímabil en þessi 21 árs leikmaður hefur verið undir smásjá félaga á norðurlöndunum. Hann hefur verið sterklega orðaður við ríkjandi Íslandsmeistara KR.

Samningur Tryggva rennur út síðar á árinu og eru sögur á kreiki um að hann sé búinn að semja við Val.

Eftir 3-1 sigur á Fjölni, þar sem Stefán og Tryggvi sáu um markaskorun fyrir ÍA, var Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, spurður að því hvort þessar háværu sögusagnir hefðu einhver áhrif inn í leikmannahópinn.

„Þessi umræða er orðin frekar þreytt. Hún byrjaði einhvern tímann fljótlega eftir áramót og hefur verið stanslaust í gangi síðan þá," sagði Jói Kalli.

„Menn hafa mikinn áhuga á þeim því þetta eru frábærir fótboltamenn, en við höfum ekki látið þetta trufla okkur. Það sást í dag að Stefán og Tryggvi eru hörkuleikmenn og gerðu allt fyrir liðið sitt. Þeir sýndu að þeir ætla að klára þetta tímabil af fullum krafti eins og restin af hópnum."

Ákveðin stefna upp á Skaga
ÍA hefur sótt mikið af ungum og efnilegum leikmönnum. Nýjasta dæmi um það er Guðmundur Tyrfingsson sem kom frá Selfossi. Það eru líka öflugir yngri flokkar upp á Skaga, og Jóhannes Karl vill gefa ungum og efnilegum leikmönnum tækifæri.

„Við erum með ákveðna stefnu upp á Skaga þar sem við viljum gefa ungum, öflugum leikmönnum tækifæri. Flestallir af þeim eru uppaldir Skagamenn því það eru frábærir fótboltamenn að koma upp hjá okkur. Það er náttúrulega mjög spennandi að geta gefið þeim tækifæri snemma í meistaraflokki eins og við höfum verið að gera. Við erum jafnframt að skoða í kringum okkur eins og við gerðum með Bjarka Stein, við sækjum hann í Aftureldingu og erum núna búnir að selja hann í Serie B."

„Gummi Tyrfings er einn af þessum leikmönnum sem við höfum sött og höfum trú á að geti náð í atvinnumennsku. Í bland við það viljum við koma okkar uppöldu leikmönnum út."

„Við erum að skoða unga, efnilega og sterka karaktera sem passa inn í hugmyndafræði. Ef við finnum eitthvað svoleiðis þá munum við örugglega athuga hvort þeir vilji koma og vera með okkur upp á Skaga," sagði Jóhannes Karl en allt viðtalið má sjá hér að neðan.
Jói Kalli: Asnalegt að segja það
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner