Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
Sú markahæsta mætt aftur í grænt: Langaði að fara heim og finna gleðina
Eggert Aron spenntur fyrir nýju verkefni - „Þetta er hálfgerð klikkun“
Aron Einar: Skrítið að segja það
Ísak þakklátur fyrir traustið: Eins og lítið barn sem er að sjá eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu
Arnar Gunnlaugs: Himinn og jörð eru ekki að farast
Hákon Rafn: Bæði skotin fara í gegnum klofið á varnarmanni
   lau 24. september 2022 18:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það miklar fagmanneskjur að við vitum að það er best að geyma fagnaðarlætin"
Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals.
Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elísa í leik með Val í sumar.
Elísa í leik með Val í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er stórkostleg," sagði Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, eftir að liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð. Liðið tryggði sér titilinn með 1-2 sigri gegn Aftureldingu í dag.

„Það er ofboðslega gaman að vera tvöfaldur meistari, það er ekki mörgum liðum sem tekst það. Við erum stoltar af því og mjög sáttar með sumarið."

Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  3 Valur

Valur er bæði Íslands- og bikarmeistari. Þetta sumar hefur verið algjörlega frábært hjá þeim.

„Það er búið að vera mikið álag á okkur og voru margir þreyttir fætur inn á í dag. Auk þess lendum við í áfalli í síðustu viku að missa Mist út af sem er mikill leiðtogi innan sem utan vallar. Gæðalega séð vorum við kannski ekki upp á okkar besta í dag en við erum sáttar að hafa klárað þetta."

Mist Edvardsdóttir fór meidd af velli gegn Slavia Prag í vikunni. Meiðslin eru alvarleg og kemur hún til með að vera lengi frá.

„Auðvitað (er þetta búið að taka á hópinn). Mist er gríðarlega stór hlekkur hjá okkur. Það er mikið áfall að horfa á eftir henni í sín fjórðu krossbandaslit sem er algjörlega galið. Því miður er hún að fara í fjórða skiptið sem er afar sorglegt."

Var erfitt að verja titilinn?

„Við reyndum að nálgast þetta þannig að við værum að fara inn í mótið til að sækja bikarinn. Það er alltaf erfitt, það vilja allir vinna Val - það er nokkuð ljóst."

Elísa reiknar ekki með því að það verði mikið fagnað í kvöld þar sem liðið er að fljúga til Tékklands á morgun. Í næstu viku ætlar liðið að reyna að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

„Við erum það miklar fagmanneskjur að við vitum að það er best að geyma aðeins fagnaðarlætin. Við megum að sjálfsögðu vera aðeins glaðar í dag en við erum að einbeita okkur að Slavia á miðvikudaginn. Svo er nægur tími til að fagna eftir það."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner