Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   lau 24. október 2020 17:38
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu markið: Varnarmenn Man City gleymdu sér
West Ham United náði jafntefli gegn stórliði Manchester City er liðin mættust í enska boltanum í dag.

West Ham komst yfir í fyrri hálfleik þegar Michail Antonio skoraði glæsilegt mark með bakfallsspyrnu.

Varnarmenn Man City eiga sökina þar sem þeir misstu einbeitingu í tvær sekúndur þegar þeir vildu fá dæmda hendi á Tomas Soucek skömmu áður en fyrirgjöfin barst fyrir markið.

Markið má sjá hér fyrir neðan og sannar hversu mikilvægt er að halda einbeitingu í fótboltaleik.


Athugasemdir
banner