Man City horfir til Gyökeres - Xavi vill taka Raphinha með sér - Man Utd gæti lánað Antony
   fim 24. október 2024 13:24
Kári Snorrason
Byrjunarlið Víkings gegn Cercle Brugge: Sex breytingar - Ingvar byrjar
Ingvar er í byrjunarliði Víkinga.
Ingvar er í byrjunarliði Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrsti heimaleikur Víkinga í Sambandsdeild Evrópu.
Fyrsti heimaleikur Víkinga í Sambandsdeild Evrópu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur spilar sinn fyrsta heimaleik í Sambandsdeild Evrópu nú á eftir, andstæðingarnir eru Cercle Brugge.
Leikið verður á Kópavogsvelli en Víkingsvöllur er ekki löglegur í Sambandsdeildina. Búið er að tilkynna byrjunarliðin.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 Cercle Brugge

Arnar Gunnlaugsson gerir sex breytingar á byrjunarliði sínu frá dramatískum sigri á ÍA síðustu helgi.

Inn í byrjunarliðið koma þeir Ingvar Jónsson, Ari Sigurpálsson, Danijel Dejan Djuric, Karl Friðleifur Gunnarsson, Gísli Gottskálk Þórðarson og Halldór Smári Sigurðsson.

Úr byrjunarliði Víkinga víkja þeir Pálmi Rafn, Jón Guðni, Nikolaj Hansen, Helgi Guðjóns, Davíð Örn og Valdimar Þór.

Daði Berg Jónsson hefur komið sterkur inn í lið Víkinga en er utan hóps í dag.

Cercle Brugge vann 6-2 sigur á St. Gallen í fyrstu umferð Sambandsdeildarinnar. Þrír leikmenn sem byrjuðu þann leik eru í byrjunarliði þeirra í dag.

Þar á meðal er Kevin Denkey sem skoraði þrennu og lagði upp tvö mörk í leiknum

Byrjunarliðin má sjá í heild sinni hér að neðan.

Byrjunarlið Víkingur R.:
1. Ingvar Jónsson (m)
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
12. Halldór Smári Sigurðsson
17. Ari Sigurpálsson
19. Danijel Dejan Djuric
20. Tarik Ibrahimagic
21. Aron Elís Þrándarson
22. Karl Friðleifur Gunnarsson

Byrjunarlið Cercle Brugge:
21. Maxime Delanghe (m)
4. Dalangunypole Gomis
7. Malamine Efekele
9. Kevin Denkey
17. Abu Francis
18. Senna Miangue
19. Kazeem Olaigbe
27. Nils De Wilde
30. Bruno Gonçalves
76. Jonas Lietaert
99. Abdoul Kader Ouattara
Athugasemdir
banner
banner