Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   þri 25. febrúar 2020 22:37
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir úr leik Chelsea og Bayern: Þrír fá 8
Bayern vann Chelsea 3-0 í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld en ljóst er að enska liðið er svo gott sem úr leik.

Serge Gnabry skoraði tvívegis og þá gerði Robert Lewandowski þriðja markið en pólski framherjinn lagði upp fyrstu tvo mörkin.

Chelsea var í alls konar basli í síðari hálfleiknum og útlitið var verra er Marcos Alonso var rekinn af velli á 84. mínútu fyrir að slá Lewandowski.

Sky Sports gaf einkunir eftir leik en Gnabry og Lewandowski voru bestu menn vallarins með 8. Thomas Müller fékk einnig 8.

Chelsea: Caballero (7), Azpilicueta (6), Christensen (6), Rudiger (7), James (6), Jorginho (6), Kovacic (7), Alonso (5), Barkley (6), Mount (7), Giroud (6).
Varamenn: Abraham (5), Willian (4), Pedro (4).

Bayern: Neuer (7), Pavard (7), Boateng (7), Alaba (7), Davies (7), Kimmich (7), Thiago (7), Gnabry (8), Muller (8), Coman (7), Lewandowski (8).
Varamenn: Coutinho (6).
Athugasemdir
banner