Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 25. febrúar 2020 18:30
Brynjar Ingi Erluson
Maradona vonast til að Messi eigi slæman leik gegn Napoli
Diego Maradona og Lionel Messi
Diego Maradona og Lionel Messi
Mynd: Getty Images
Argentínska goðsögnin Diego Armando Maradona vonast til þess að landi hans Lionel Messi eigi slæman leik gegn Napoli í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Messi heimsækir gamla heimavöll Maradona á Ítalíu en Maradona spilaði í sjö ár með Napoli og vann deildina þar tvisvar og UEFA-bikarinn einu sinni.

Hann kom til Napoli frá Barcelona en nú fær Messi lok tækifæri til að spreyta sig gegn Napoli á San Paolo leikvanginum.

„Ég vona að hann eigi slæman leik," sagði Maradona sem þjálfaði Messi hjá argentínska landsliðinu.

Fjölmiðlar hafa ítrekað verið að bera þá tvo saman en Maradona neitaði að taka þátt í þeirri umræðu.

„Það er búið að bera okkur saman í 20 ár eða eitthvað og hverju hefur það skilað? Ég á frábærar minningar af Messi frá því ég var þjálfari Argentínu. Það var gaman að horfa á hann á æfingum og í leikjum," sagði hann ennfremur.

Hann ræddi þá þann orðróm um að Messi myndi yfirgefa Barcelona í sumar en hann segir engar líkur á að það gerist.

„Barcelona er náttúrulega umhverfið hans. Hann byrjaði þar og hann mun enda ferilinn þar," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner