Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
„Einn besti leikmaður deildarinnar, Jónatan Ingi Jónsson. Hvar væri Valur án hans? Hann er maðurinn sem brýtur allt upp og allt gott sem gerist hjá Val er í kringum hann," segir Elvar Geir Magnússon í Innkastinu þar sem 3. umferð Bestu deildarinnar er gerð upp.
Jónatan er Sterkasti leikmaður umferðarinnar í boði Steypustöðvarinnar en hann skoraði tvö mörk í 3-1 sigri gegn KA. Hann fer fantavel af stað í deildinni.
Jónatan er Sterkasti leikmaður umferðarinnar í boði Steypustöðvarinnar en hann skoraði tvö mörk í 3-1 sigri gegn KA. Hann fer fantavel af stað í deildinni.
Lestu um leikinn: Valur 3 - 1 KA
„Það er í raun ótrúlegt að hann hafi ekki skorað í fyrstu umferð og svo er hann búinn að vera mjög góður núna á móti KR og KA," segir Sæbjörn Steinke en Jónatan er kominn með þrjú mörk í deildinni.
„Jónatan vinnur þennan leik fyrir þá. Hann er unplayable akkúrat núna. Er það nóg samt að þeir hafi einn mann sem keyri á öllum sílendurunum? Þeir þurfa meira," segir Valur Gunnarsson.
Leikmenn umferðarinnar:
2. umferð - Guðmundur Magnússon (Fram)
1. umferð - Rúnar Már Sigurjónsson (ÍA)
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Vestri | 3 | 2 | 1 | 0 | 4 - 1 | +3 | 7 |
2. Víkingur R. | 3 | 2 | 0 | 1 | 6 - 1 | +5 | 6 |
3. Breiðablik | 3 | 2 | 0 | 1 | 6 - 5 | +1 | 6 |
4. Stjarnan | 3 | 2 | 0 | 1 | 5 - 4 | +1 | 6 |
5. Valur | 3 | 1 | 2 | 0 | 7 - 5 | +2 | 5 |
6. ÍBV | 3 | 1 | 1 | 1 | 3 - 3 | 0 | 4 |
7. Afturelding | 3 | 1 | 1 | 1 | 1 - 2 | -1 | 4 |
8. KR | 3 | 0 | 3 | 0 | 7 - 7 | 0 | 3 |
9. Fram | 3 | 1 | 0 | 2 | 5 - 6 | -1 | 3 |
10. ÍA | 3 | 1 | 0 | 2 | 2 - 4 | -2 | 3 |
11. FH | 3 | 0 | 1 | 2 | 3 - 5 | -2 | 1 |
12. KA | 3 | 0 | 1 | 2 | 3 - 9 | -6 | 1 |
Athugasemdir