Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
   fös 25. apríl 2025 10:30
Innkastið
Sterkastur í 3. umferð - Hvar væri Valur án hans?
Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Einn besti leikmaður deildarinnar, Jónatan Ingi Jónsson. Hvar væri Valur án hans? Hann er maðurinn sem brýtur allt upp og allt gott sem gerist hjá Val er í kringum hann," segir Elvar Geir Magnússon í Innkastinu þar sem 3. umferð Bestu deildarinnar er gerð upp.

Jónatan er Sterkasti leikmaður umferðarinnar í boði Steypustöðvarinnar en hann skoraði tvö mörk í 3-1 sigri gegn KA. Hann fer fantavel af stað í deildinni.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 KA

„Það er í raun ótrúlegt að hann hafi ekki skorað í fyrstu umferð og svo er hann búinn að vera mjög góður núna á móti KR og KA," segir Sæbjörn Steinke en Jónatan er kominn með þrjú mörk í deildinni.

„Jónatan vinnur þennan leik fyrir þá. Hann er unplayable akkúrat núna. Er það nóg samt að þeir hafi einn mann sem keyri á öllum sílendurunum? Þeir þurfa meira," segir Valur Gunnarsson.



Leikmenn umferðarinnar:
3. umferð - Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
2. umferð - Guðmundur Magnússon (Fram)
1. umferð - Rúnar Már Sigurjónsson (ÍA)
Innkastið - Báðir nýliðarnir lögðu Víking
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 14 9 3 2 26 - 14 +12 30
2.    Valur 14 8 3 3 37 - 19 +18 27
3.    Breiðablik 14 8 3 3 26 - 20 +6 27
4.    Fram 15 7 2 6 23 - 19 +4 23
5.    Stjarnan 15 6 3 6 25 - 26 -1 21
6.    Vestri 14 6 1 7 13 - 13 0 19
7.    Afturelding 15 5 4 6 18 - 20 -2 19
8.    FH 15 5 3 7 25 - 20 +5 18
9.    ÍBV 15 5 3 7 14 - 21 -7 18
10.    KR 15 4 4 7 35 - 37 -2 16
11.    ÍA 15 5 0 10 16 - 32 -16 15
12.    KA 15 4 3 8 14 - 31 -17 15
Athugasemdir
banner
banner