Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
banner
   mið 25. maí 2022 21:14
Brynjar Óli Ágústsson
Guðni Þór: Þetta var mikill baráttu leikur
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét

„Virkilega gott að ná þessum sigri, þetta var á móti hörku Augnabliks liði,'' segir Guðni Þór Einarsson, þjálfari HK, eftir 1-0 sigur gegn Augnablik í jöfnum Kópavogs slag í Kórnum. 


Lestu um leikinn: HK 1 -  0 Augnablik

„Þetta var mikill baráttu leikur og með smá heppni hefði Augnablik geta brotist í gegn og stolið stigi. Við náðum að sigla þessu heim og það er rosalega sætt.''

„Þær lokuðu vel á okkur í sókninni. Í fyrra hálfleik vorum við að vinna boltann á hættulegum stöðum og hefðum kannski átt að gera betur í að reka loka hnikkin á sókninar. En við náðum að halda hreinu og það er okkur rosa dýrmætt,''

HK liggja í 1. sæti deildarinnar í bili eftir þennan sigur. En loka tölur leik FH-inga hafa ekki verið birtar. 

 „Frábær byrjun á mótinu í virkilega erfiðari deild. Þetta er virkilega jöfn deild eins og úrslitin sýna í síðustu leikjum,''

Emma Sól er tekin útaf eftir meiðsli. Guðni Þór er spurður út í stöðuna á henni.

„Ég bara þekki það ekki alveg. Hún er í skoðun hjá sjúkraþjálfara núna, hún fékk högg á höfuðið. Hún virkaði nokkuð hraust á bekknum, hún er líklega í lagi.''

 Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.


Athugasemdir