Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 25. maí 2022 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gústi ánægður að fá KR strax - „Bjóðum þá velkomna í Garðabæinn"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjarnan og KR mætast í Garðabæ í 32 liða úrslitum Mjólkurbikarsins í einum af þremur Bestu deildar slögum umferðarinnar.


Ágúst Gylfason, Gústi, þjálfari Stjörnunnar var til viðtals hjá Fótbolta.net strax eftir dráttinn.

„Fínt að fá KR strax, ég held að þeir séu líka ánægðir með dráttinn, þetta er stórleikur ásamt fleirum í þessari umferð. Við bjóðum þá velkomna í Garðabæinn í lok maí, vonandi verður blíðskapar veður og hörku stemning, við getum allavega garanterað það," sagði Gústi.

Stjarnan var fyrsta liðið uppúr pottinum þegar dregið var í 32 liða úrslitin í lok apríl. Haraldur Björnsson markvörður liðsins dróg síðan KR uppúr pottinum. Gústi var ánægður með sinn mann en Pálmi Rafn Pálmason leikmaður KR var ekki eins hrifinn.

„Þetta er hörkuleikur en þetta var svo lélegur dráttur hjá Halla. Hann kláraði þetta strax, þannig það var engin spenna í þessu. Hörkuleikur og verður skemmtilegt," sagði Pálmi léttur í viðtali við Fótbolta.net eftir dráttinn.

Eins og fyrr segir fer leikurinn fram á Samsung vellinum, heimavelli Stjörnunnar í Garðabæ og hefst kl 19:45.


Athugasemdir
banner
banner
banner