Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
banner
   lau 25. maí 2024 18:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Neðra-Breiðholtinu
Árni Guðna: Þetta var bara hræðilegt
Lengjudeildin
Árni Freyr Guðnason, þjálfari ÍR.
Árni Freyr Guðnason, þjálfari ÍR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍR-ingar þurftu að sætta sig við jafntefli í dag.
ÍR-ingar þurftu að sætta sig við jafntefli í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
'Mér fannst við geta náð í meira hér'
'Mér fannst við geta náð í meira hér'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru mikil vonbrigði að vinna ekki eftir að hafa verið yfir og manni fleiri," sagði Árni Freyr Guðnason, þjálfari ÍR, eftir 1-1 jafntefli gegn Dalvík/Reyni í Lengjudeildinni í dag.

„Við byrjum seinni hálfleikinn mjög illa og gefum mark. Eftir það fengum við dauðafæri og fengum víti sem þeir ákváðu að taka til baka. Við töluðum um það í hálfleik að slaka ekkert á og gefa bara meira í. Að missa ekki vinnusemina. Það var ekki raunin í byrjun og við gáfum þeim tækifæri til að komast inn í leikinn."

Lestu um leikinn: ÍR 1 -  1 Dalvík/Reynir

Árni segir að það hafi vissulega verið svekkjandi að sjá hvernig seinni hálfleikurinn spilaðist.

„Bara mjög svekkjandi og mikil vonbrigði. Við höfum talað mikið um þessi grunngildi sem við viljum standa fyrir. Við gerðum það vel í fyrri hálfleik en svo... Það gerist oft þegar þú ert einum fleiri að slökknar aðeins á þér. Þetta var bara hræðilegt."

Atvik leiksins var líklega þegar Guðmundur Páll Friðbertsson, dómari leiksins, dæmdi víti fyrir ÍR eftir um klukkutíma leik en tók það svo til baka.

„Sko. Ég er rosalega móti því þegar menn eru að væla eitthvað í dómurunum eftir leiki. Ég nenni eiginlega ekki að ræða þetta. Ég var bara ánægður að fá víti og svo var leikurinn bara allt í einu farinn aftur í gang. Við fengum engin svör og höfum engin svör fengið. Svona er þetta bara. Það er hálfgalið að dómarinn dæmi víti en aðstoðardómarinn sem er 65 metrum frá þessu ákveði að flagga ekki víti. Ég skil þessa stétt stundum ekki. Svona er þetta bara."

En burtséð frá því var frammistaða ÍR ekki góð manni fleiri.

„Við fengum eitt mjög gott færi þegar Stebbi skýtur í slá. Við fáum margar fínar stöður en þetta var ekki nógu gott. Boltinn gekk of hægt, við fundum ekki svæðin og þá skaparðu ekki nein færi."

ÍR og Dalvík/Reyni var spáð tveimur neðstu sætunum fyrir mót en bæði lið erum með fimm stig um miðja deild eftir fjóra leiki.

„Það geta allir unnið alla og við tökum bara hvern leik fyrir sig og reynum að ná í þrjú stig. Ég held að svokallaðir sérfræðingar sem eru að skoða þetta á veturnar séu ekki búnir að horfa á marga leiki. Liðin þroskast og breytast á milli ára, og svo koma erlendir leikmenn sem enginn hefur séð. Menn fara eitthvað að geta í eyðurnar eftir ein úrslit í Reykjavíkurmóti eða Lengjubikar. Ég held að það sé ekki brjálæðisleg vinna og þekking á bak við þessar spár," sagði Árni léttur en hann hefði viljað meira úr fyrstu fjórum leikjunum.

„Mér fannst við geta náð í meira hér, við vorum lélegir á móti Leikni en við áttum meira skilið á móti Grindavík. Þegar dómarinn flautar af þá færðu bara þau stig sem eru á töflunni."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner