Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
Gunnar: Engin skömm að tapa fyrir Val
Pétur Péturs: Ósáttur með fyrri hálfleikinn
„Farin að sýna okkur það sem ég hef vitað að hún hefur getað síðan hún var 14 ára”
Óli Kristjáns: Þetta voru „freak" mörk
Arnar Grétarsson: Alltof mikið reynt að svindla
Er Valur Arsenal? - „Með svo marga einstaklinga sem geta meitt mann"
Svekktur að tapa leiknum svona - „Once in a lifetime mark“
Skoraði eitt mark sumarsins og hélt hreinu - „Helluð tilfinning“
Mikilvægt að halda í fallegar hefðir - „Mjög stór fígura í sögu Fjölnis“
„Himinlifandi, hamingjusamur og ánægður með sigurinn“
Kristján: Við töpuðum á móti liði sem spilaði miklu betur en við í dag
Sandra María búin að brjóta hundrað marka múrinn í efstu deild
Dragan hélt langa ræðu í klefanum eftir leikinn - „Þetta er bannað"
Virðir stigið á Dalvík - „Fékk högg í kúlurnar og var að drepast"
J. Glenn: Frá okkar bæjardyrum séð leit þetta út eins og víti
Guðni: Held að við séum ekki beint að horfa á toppsætið
Með verk upp í geirvörtur eftir högg í punginn - „Bjóst ekki við króknum"
Halli Hróðmars: ég tel að við séum með hóp sem jafnast á við bestu liðin í deildinni
Anton Ingi: Stelpurnar spila fyrir félagið og Grindavík
Hugsaði um að fara í Breiðablik en fór frekar til Hollands
   lau 25. maí 2024 22:44
Hafliði Breiðfjörð
Heimir: Vonbrigði að fá ekki meira út úr leiknum
Heimir vildi fara með  meira en eitt stig heim frá Valsvellinum í kvöld.
Heimir vildi fara með meira en eitt stig heim frá Valsvellinum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir, þú baðst liðið um að fara að spila fótbolta í fyrri hálfleik og það gekk nú ágætlega í dag? „Það gekk mjög vel. Mér fannst við mjög góðir í fyrri hálfleik bæði varnarlega og sóknarlega," svaraði Heimir Guðjónsson þjálfari FH eftir 2 - 2 jafntefli við Val í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  2 FH

Heimir var með ákall í viðtali eftir síðasta leik gegn KR að FH-liðið færi að spila fótbolta í fyrri hálfleik en ekki byrja bara í hálfleik eins og hefur gerst oft í sumar.

„Við spiluðum góðan bolta, leystum pressuna þeirra með stuttum og lengri sendingum og náðum að færa boltann. Við vorum með línuna hátt og þéttir. Þetta var heilt yfir mjög góður fyrri hálfleikur fyrir utan að við misstum aðeins einbeitinguna í hornspyrnunni. Við sköpuðum mjög góð færi og vorum heilt yfir mjög góðir í þessum leik. Þess vegna voru vonbrigði að við skyldum ekki fá meira út úr honum."

Þessi breyting að ná liðinu í gang strax í byrjun leiks núna, er það huglægt eða taktískt? Hverju breyttirðu?

„Við töluðum um það í vikunni að við þurfum að byrja leikina betur. Við gerðum það í dag og þá lærum við af því og mætum klárir næst líka. Þó við höfum verið mjög góðir í fyrri hálfleik þá vorum við líka góðir í seinni hálfleik. Heilt yfir fín frammistaða og vonbrigði að fá ekki meira út úr leiknum."

Þetta var þriðji leikur FH í röð í deildinni án sigurs; gegn Víkingi, KR og svo Val í kvöld. Eru þetta ekki bara sterkari lið en FH?

„Ég veit það nú ekki, Víkingur er besta lið landsins, KR-liðið er ekki sterkara en við þessa stundina og við hljótum að vilja mæla okkur við þessi lið. Okkur tókst það í kvöld."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner