Arda Guler á óskalista Liverpool - Fulham hefur áhuga á Chalobah - Hættir Man Utd við Branthwaite? - Velur Real Madrid fram yfir stórlið á Englandi
Pétur um viðbrögðin eftir pistilinn: Það var góður panell á Víkingsvellinum
Tekur undir með Pétri - „Það geta allir tekið til sín“
„Þegar þetta tæki hittir boltann þá er eins og hleypt sé af skoti”
Gunnar Magnús: Hún veit það best sjálf að hún gat gert betur
Óli Kristjáns: Sáttur við seigluna
Alltaf langað að spila fyrir Þór/KA - „Sérstaklega gaman að skora fyrir félagið"
Kristján Guðmunds: Tökum ekki réttar ákvarðanir
J. Glenn: Í dag að spila á leikmönnum úr þriðja flokki
Bryndís Rut: Ekkert óvanar því að ferðast og erum ekkert að kvarta
Ísak segir sögurnar ekki réttar - „Fullsnemmt að pakka saman í töskur og fara heim"
Best í Mjólkurbikarnum: Fyrsta tímabilið í atvinnumennsku
Mætir uppeldisfélaginu í fyrsta sinn - „Líður fáránlega vel á Akureyri"
John Andrews: Okkar leikmenn gerðu félagið stolt
Nik um meiðsli Öglu Maríu: Hún liggur ekki nema það sé eitthvað alvarlegt
Haraldur Freyr: Mögulega á endanum heppnir að hann fari jafntefli
Sigurvin: Þurfti einhver töfrabrögð til að brjóta ísinn
Hemmi Hreiðars: Þetta var til fyrirmyndar
Úlfur: Leikmenn nafngreindir og þeir kallaðir aumingjar og annað
Bragi Karl: Náði því snemma í fyrra og næ því vonandi sem fyrst núna
Magnús Már: Eitthvað sem við eigum ekki að sjá á heimavelli
   lau 25. maí 2024 22:44
Hafliði Breiðfjörð
Heimir: Vonbrigði að fá ekki meira út úr leiknum
Heimir vildi fara með  meira en eitt stig heim frá Valsvellinum í kvöld.
Heimir vildi fara með meira en eitt stig heim frá Valsvellinum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir, þú baðst liðið um að fara að spila fótbolta í fyrri hálfleik og það gekk nú ágætlega í dag? „Það gekk mjög vel. Mér fannst við mjög góðir í fyrri hálfleik bæði varnarlega og sóknarlega," svaraði Heimir Guðjónsson þjálfari FH eftir 2 - 2 jafntefli við Val í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  2 FH

Heimir var með ákall í viðtali eftir síðasta leik gegn KR að FH-liðið færi að spila fótbolta í fyrri hálfleik en ekki byrja bara í hálfleik eins og hefur gerst oft í sumar.

„Við spiluðum góðan bolta, leystum pressuna þeirra með stuttum og lengri sendingum og náðum að færa boltann. Við vorum með línuna hátt og þéttir. Þetta var heilt yfir mjög góður fyrri hálfleikur fyrir utan að við misstum aðeins einbeitinguna í hornspyrnunni. Við sköpuðum mjög góð færi og vorum heilt yfir mjög góðir í þessum leik. Þess vegna voru vonbrigði að við skyldum ekki fá meira út úr honum."

Þessi breyting að ná liðinu í gang strax í byrjun leiks núna, er það huglægt eða taktískt? Hverju breyttirðu?

„Við töluðum um það í vikunni að við þurfum að byrja leikina betur. Við gerðum það í dag og þá lærum við af því og mætum klárir næst líka. Þó við höfum verið mjög góðir í fyrri hálfleik þá vorum við líka góðir í seinni hálfleik. Heilt yfir fín frammistaða og vonbrigði að fá ekki meira út úr leiknum."

Þetta var þriðji leikur FH í röð í deildinni án sigurs; gegn Víkingi, KR og svo Val í kvöld. Eru þetta ekki bara sterkari lið en FH?

„Ég veit það nú ekki, Víkingur er besta lið landsins, KR-liðið er ekki sterkara en við þessa stundina og við hljótum að vilja mæla okkur við þessi lið. Okkur tókst það í kvöld."
Athugasemdir
banner
banner
banner