Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   lau 25. maí 2024 22:44
Hafliði Breiðfjörð
Heimir: Vonbrigði að fá ekki meira út úr leiknum
Heimir vildi fara með  meira en eitt stig heim frá Valsvellinum í kvöld.
Heimir vildi fara með meira en eitt stig heim frá Valsvellinum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir, þú baðst liðið um að fara að spila fótbolta í fyrri hálfleik og það gekk nú ágætlega í dag? „Það gekk mjög vel. Mér fannst við mjög góðir í fyrri hálfleik bæði varnarlega og sóknarlega," svaraði Heimir Guðjónsson þjálfari FH eftir 2 - 2 jafntefli við Val í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  2 FH

Heimir var með ákall í viðtali eftir síðasta leik gegn KR að FH-liðið færi að spila fótbolta í fyrri hálfleik en ekki byrja bara í hálfleik eins og hefur gerst oft í sumar.

„Við spiluðum góðan bolta, leystum pressuna þeirra með stuttum og lengri sendingum og náðum að færa boltann. Við vorum með línuna hátt og þéttir. Þetta var heilt yfir mjög góður fyrri hálfleikur fyrir utan að við misstum aðeins einbeitinguna í hornspyrnunni. Við sköpuðum mjög góð færi og vorum heilt yfir mjög góðir í þessum leik. Þess vegna voru vonbrigði að við skyldum ekki fá meira út úr honum."

Þessi breyting að ná liðinu í gang strax í byrjun leiks núna, er það huglægt eða taktískt? Hverju breyttirðu?

„Við töluðum um það í vikunni að við þurfum að byrja leikina betur. Við gerðum það í dag og þá lærum við af því og mætum klárir næst líka. Þó við höfum verið mjög góðir í fyrri hálfleik þá vorum við líka góðir í seinni hálfleik. Heilt yfir fín frammistaða og vonbrigði að fá ekki meira út úr leiknum."

Þetta var þriðji leikur FH í röð í deildinni án sigurs; gegn Víkingi, KR og svo Val í kvöld. Eru þetta ekki bara sterkari lið en FH?

„Ég veit það nú ekki, Víkingur er besta lið landsins, KR-liðið er ekki sterkara en við þessa stundina og við hljótum að vilja mæla okkur við þessi lið. Okkur tókst það í kvöld."
Athugasemdir
banner
banner
banner