Vinicius Jr færist nær því að vera áfram hjá Real - Liverpool gæti gert janúartilboð í Semenyo
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
banner
   sun 25. júlí 2021 22:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Víkingsvelli
Arnar hefur ekkert út á Dodda að setja: Ég klappaði fyrir þessu marki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ekkert út á Dodda að setja í marki Olivers
Ekkert út á Dodda að setja í marki Olivers
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Gríðarlega sáttur, erfiður leikur. Mér fannst við leggja grunninn að sigrinum með mjög sterkum fyrri hálfleik þar sem mér fannst við vera mjög flottir. Þeir skoruðu stórkostlegt mark og ekkert við því að gera, engum að kenna. Við héldum áfram, létum boltann ganga mjög vel og ég fann að Stjarnan voru orðnir svolítið þreyttir," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir sigur gegn Stjörnunni.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  2 Stjarnan

Hrósar Stjörnumönnum
„Svo gengum við frá leiknum í byrjun seinni hálfleiks með tveim góðum mörkum á tuttugu mínútna kafla. Eini down-kaflinn kannski, við hefðum átt að nýta möguleikana sem voru í boði. En þvílíkt credit á Stjörnuna, þeir missti félaga sinn út af í mjög slæm meiðsli. Það hefur örugglega sjokkerað þá vel og þeir sýndu gríðarlegan karakter að koma til baka. Manni leið ekkert sérstaklega vel síðustu tvær, þrjár mínúturnar," sagði Arnar. Stjarnan minnkaði muninn í uppbótartíma og þá munaði einungis einu marki á liðunum.

Klappaði fyrir marki Olivers
Arnar sagði áðan að fyrra mark Stjörnunnar, markið sem Oliver Haurits skoraði með skoti fyrir aftan miðju, hefði ekki verið neinum að kenna en einhverjum finnst kannski Þórður hafa verið of framarlega. Arnar var spurður hvort hann hefði verið ósáttur við Dodda í því atviki.

„Nei, alls ekki. Ég sagði við hann í hálfleik að ég hefði ekkert út á þetta að setja, frábært mark. Ég klappaði fyrir þessu marki, mér fannst þetta flott mark, mjög vel gert og ekkert út á Dodda að setja."

Synd að fleiri áhorfendur fá ekki að njóta
Hvað gera þessi þrjú stig?

„Þetta er svo töff deild, það má ekkert misstíga sig. Baráttan heldur áfram, hún er við Val núna. Núna er það Valur og Víkingur, í næstu umferð verða kannski önnur lið sem blanda sér í þetta. Þetta er svo geggjað og það er fullt af flottum leikjum eftir. Stórleikur okkar og Blika í næstu umferð, Valur á eftir að mæta Blikum, Valur á eftir að mæta við KR og við eigum eftir að spila við KR. KR er að læðast þarna líka. Mér finnst þetta geggjað, mér finnst líka fótboltinn verða betri og betri og betri. Það er synd að fleiri áhorfendur fá ekki að njóta þess," sagði Arnar.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan. Hann tjáir sig þar um Nikolaj Hansen, Helga Guðjónsson, Kristal Mána Ingason og Pablo Punyed. Að lokum tjáði hann sig um félagaskiptagluggann.
Athugasemdir
banner
banner
banner