Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 25. júlí 2022 08:20
Elvar Geir Magnússon
United horfir til Milinkovic-Savic - Juventus vill Firmino
Powerade
Sergej Milinkovic-Savic.
Sergej Milinkovic-Savic.
Mynd: EPA
Juventus hefur áhuga á Firmino.
Juventus hefur áhuga á Firmino.
Mynd: Liverpool
Manchester United hefur áhuga á Benjamin Sesko.
Manchester United hefur áhuga á Benjamin Sesko.
Mynd: Getty Images
Messi, de Jong, Milinkovic-Savic, Firmino, Martial, Ndombele, Kounde, Paqueta og fleiri í slúðurpakkanum í boði Powerade. Það styttist heldur betur í að enski boltinn fari að rúlla!

Joan Laporta, forseti Barcelona, segir að 'kafla' Lionel Messi (35) hjá Barcelona sé ekki lokið. Ellefu mánuðir eru síðan Argentínumaðurinn yfirgaf Börsunga eftir 21 árs dvöl hjá félaginu og gekk í raðir Paris St-Germain. (ESPN)

Barcelona hefur ekki tekið neinum tilboðum í hollenska miðjumanninn Frenkie de Jong (25) sem hefur verið sterklega orðaður við Manchester United. (ESPN)

United íhugar að gera tilboð í serbneska miðjumanninn Sergej Milinkovic-Savic (27) hjá Lazio sem varakost fyrir De Jong. (Calciomercato)

Liverpool skoðar hvort félagið eigi að taka 19,5 milljóna punda tilboði frá Juventus í brasilíska framherjann Roberto Firmino (30). (Tuttomercato)

Tottenham er reiðubúið að selja franska miðjumanninn Tanguy Ndombele (25) fyrir rétt verð. Galatasaray hefur áhuga á leikmanninum. (Media Foot)

Juventus er einnig með franska sóknarmanninn Anthony Martial (26) á óskalistanum en Manchester United hefur ekki í hyggju að selja hann. (Mirror)

Franski miðvörðurinn Jules Kounde (23) hjá Sevilla er reiðubúinn að semja við Barcelona. (Fabrizio Romano)

Chelsea gæti komið í veg fyrir að Barcelona fái Cesar Azpilicueta (32) ef félagið 'rænir' áætlunum félagsins um að krækja í Kounde. (Mail)

Arsenal hefur staðfest áhuga á Lucas Paqueta (24) hjá Lyon en hefur ekki gert formlegt tilboð í brasilíska landsliðsmiðjumanninn. (Times)

Arsenal hefur hafnað 7 milljóna punda tilboði, með möguleika á 3 milljónum til viðbótar, í þýska markvörðinn Bernd Leno (30) sem hefur gert munnlegt samkomulag við nýliðana. (CBS Sports)

Newcastle United og Everton leggja aukið kapp á að fá Armando Roja (20) frá Chelsea eftir að West Ham hætti að eltast við albanska sóknarmanninn. (i Sport)

West Ham undirbýr tilboð í sóknarmanninn Ben Brereton Díaz (23), Sílemanninn hjá Blackburn. (Sun)

Nottingham Forest vill fá Maxwel Cornet (25), vængmann Burnley. Fulham og Everton hafa einnig áhuga á Fílabeinsstrendingnum. (Athletic)

Newcastle mun reyna að fá enska vængmanninn Dwight McNeil (22) frá Burnley ef Leeds United neitar að lækka 35 milljóna punda verðmiðann á Jack Harrison (25). (Sun)

Paris St-Germain hefur komist að samkomulagi við RB Leipzig um 13 milljóna punda lánssamning á franska varnarmanninum Nordi Mukiele (24). (Mail)

Manchester United hefur áhuga á slóvenska framherjanum Benjamin Sesko (19) hjá Red Bull Salzburg. (Fabrizio Romano)

Fulham er að klára 6,4 milljóna punda kaup á svissneska hægri bakverðinum Kevin Mbabu (27) frá Wolfsburg. (Mail)

Patrick Vieira, stjóri Crystal Palace, hyggst ekki lána enska vængmanninn Malcom Ebiowei (18) í sumar. Hann kom til félagsins frá Derby. (Fabrizio Romano)
Athugasemdir
banner
banner
banner