Fjórir risar bítast um Wirtz - Neymar aftur til Barcelona? - Howe og Potter orðaðir við stjórastarf Manchester United
banner
   sun 25. ágúst 2024 16:22
Ívan Guðjón Baldursson
Iraola brjálaður: Löglegt mark og þrjú stig
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Andoni Iraola, þjálfari Bournemouth, var ósáttur eftir 1-1 jafntefli gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Hann var brjálaður eftir að dómarateymið í VAR-herberginu ákvað að dæma sigurmark sem Bournemouth skoraði í uppbótartíma ógilt vegna hendi.

„Þetta var svo augljóst. Ég held að allir áhorfendur heima í stofu hafi verið sammála um að þetta mark átti að standa. Hann skorar með öxlinni, ekki handleggnum. Þetta á að vera mark. Ég er búinn að sjá myndband af þessu og það er staðreynd að boltinn snertir aldrei handlegginn, bara öxlina. Þetta er augljóst mark og þrjú stig fyrir okkur," sagði Iraola eftir lokaflautið.

„Þetta ætti ekki einu sinni að vera vafaatriði. Þetta er ekki atvik sem VAR á að skerast inn í. Ég hef ekkert á móti dómaranum því hann gaf markið, en af hverju er VAR-teymið að blanda sér í málið? Mér var sagt að það yrði minna VAR í ár því þeir ætla að leggja meira traust á ákvarðanir sem dómarar taka í rauntíma.

„Núna skiptir ekkert af þessu máli. Sama hvað ég kvarta mikið þá eru þetta tvö stig sem við fáum ekki."


Bournemouth er með tvö stig eftir tvær fyrstu umferðir tímabilsins.

Þá vildu Iraola og Bournemouth sjá brasilíska miðjumanninn Joelinton fá rautt spjald fyrir afar kjánalegt brot sem má sjá hér fyrir neðan.

„Ég vil ekki einu sinni tala um brotið hjá Joelinton. Ég er núna að kvarta undan öðru, ástæðunni fyrir því að við unnum ekki leikinn. Það skiptir mig meira en liturinn á spjaldinu sem leikmaður andstæðinganna fékk."

Joelinton yellow card vs Bournemouth
byu/Woodstovia insoccer

Athugasemdir
banner
banner