Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 25. september 2019 13:07
Magnús Már Einarsson
Árni Vill með tilboð frá nokkrum löndum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framherjinn Árni Vilhjálmsson er með nokkur tilboð í höndunum þessa dagana. Árni er félagslaus en hann rifti samningi sínum við Termalica Nieciecza í Póllandi á dögunum.

Árni er að skoða stöðuna þessa dagana og meta hvert næsta skref verður á ferlinum. Hann gæti samið við nýtt félag á næstu dögum.

„Ég get ekki sagt til um það hvaða land sé líklegast en eg hef fengið tilboð fra Úkraínu, Rúmeníu og Skandinavíu," sagði Árni við Fótbolta.net í dag.

„Síðan hafa verið fyrirspurnir frá Póllandi og Ísrael. Ég er svona að sjá hvaða kostir eru bestir fótboltalega séð og tek ákvörðun út frá því. Að öllum líkindum verður það eitthvað frá þessum löndum."

Árni, sem er 25 ára gamall, ólst upp hjá Breiðabliki en hann kom til Termalica frá Jonköpings í Svíþjóð í fyrra.

Fyrr á þessu ári var Árni á láni hjá Chornomorets Odesa í Úkraínu en hann skoraði sjö mörk í tólf leikjum í úrvalsdeildinni þar í landi og vakti athygli fyrir frammistöðu sína.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner