Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   fim 25. september 2025 22:13
Sverrir Örn Einarsson
Bridgette: Settum bara hausinn undir okkur og héldum áfram
Kvenaboltinn
Bridgette Nicole Skiba
Bridgette Nicole Skiba
Mynd: Oregon State Athletics
Bridgette Nicole Skiba átti prýðisleik í marki Stjörnunar þegar liðið vann nokkuð óvæntan sigur á Breiðablik á Kópavogsvelli í kvöld. Kópavogsliðið gat með sigri tryggt sér sjálfan Íslandsmeistaratitilinn en grannar þeirra í Stjörnunni settu heldur betur strik í reikninginn í kvöld. Brynjar Óli Bjarnason ræddi við Bridgette fyrir hönd Fótbolta.net að leik loknum.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 Stjarnan

„Mér líður frábærlega og stelpunum sömuleiðis. Andstæðingurinn erfiður og við berum mikla virðingu fyrir þeim en úrslitin eru frábær.“

Sem fyrr segir átti Bridgetta góða frammistöðu í markinu og sagði um sína frammistöðu liðsins.

„Takk fyrir. Við þurftum að hafa fyrir þessu og koma til baka eftir hálfleik en við settum bara hausinn undir okkur og héldum áfram.

Stjarnan er í efri hluta deildarinnar og hefur í raun að litlu að keppa. Hvernig nálgast Bridgette verkefnið sem framundan er?

„Við erum með ákveðið sjálfstraust að vera í efri hlutanum en það er alltaf eitthvað meira til að sækast í. Við getum vel unnið þá leiki sem við eigum eftir og held að það sé bara fínt markmið fyrir okkur að eltast við.“

Sagði Bridgette en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner