Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   sun 25. október 2020 19:39
Ívan Guðjón Baldursson
Danmörk: Sárt tap fyrir AGF - Ísak Óli á toppinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Dagur Þorsteinsson var á sínum stað í byrjunarliði AGF sem tók á móti FC Kaupmannahöfn í danska boltanum í dag. Jón Dagur spilaði fyrstu 59 mínútur leiksins áður en honum var skipt út. Ragnar Sigurðsson var ekki í hópi FCK vegna meiðsla.

Gestirnir frá Kaupmannahöfn komust yfir með marki úr vítaspyrnu á níundu mínútu. Boltinn fór í hendi varnarmanns AGF og dæmdi dómarinn víti eftir að hafa skoðað VAR skjáinn. Jonas Older Wind skoraði af punktinum með skemmtilegri vippu.

Leikurinn var í járnum fram að leikhléi en Nicolai Poulsen, miðjumaður AGF, var rekinn af velli með sitt annað gula spjald fyrir tæklingu á 61. mínútu. Korteri síðar fékk Mikkel Kaufmann, leikmaður Kaupmannahafnar einnig sitt annað gula spjald.

Tíu á móti tíu tókst heimamönnum í Árósum ekki að jafna leikinn og eru þeir því búnir að missa toppsætið í bili. Århus er með 11 stig eftir 6 umferðir á meðan risarnir í Köben hafa verið sofandi á upphafi tímabils og eru aðeins með 7 stig.

Århus 0 - 1 FC Kobenhavn
0-1 Jonas Older Wind ('9, víti)
Rautt spjald: Nicolai Poulsen, AGF ('61)
Rautt spjald: Mikkel Kaufmann, Köben ('77)

Ísak Óli Ólafsson kom þá við sögu í fræknum sigri Sonderjyske gegn Randers.

Staðan var 1-1 eftir átta mínútur en svo misstu gestirnir mann af velli með sitt annað gula spjald. Sonderjyske spilaði því síðustu 60 mínútur leiksins manni færri.

Haji Wright náði að pota inn marki á 42. mínútu og leiddu gestirnir því óvænt í leikhlé. Bandaríski framherjinn Wright, 22 ára, er kominn með fimm mörk í sex leikjum það sem af er tímabils.

Heimamenn í Randers lágu í sókn allan síðari hálfleikinn en þeir fundu ekki leiðina í netið.

Ísak Óli, 20, kom inn á lokamínútunum til að styrkja vörnina en þetta var hans annar leikur á tímabilinu. Hann hefur komið tvisvar inn af bekknum og í heildina fengið að spila í rétt rúmar 10 mínútur.

Sonderjyske er á toppi dönsku deildarinnar ásamt Midtjylland með 13 stig eftir 6 umferðir.

Randers 1 - 2 Sonderjyske
0-1 A. Jacobsen ('6)
1-1 M. Greve ('8)
1-2 H. Wright ('42)
Rautt spjald: V. Ekani, Sonderjyske ('27)
Stöðutaflan Danmörk Superliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Midtjylland 22 15 3 4 43 23 +20 48
2 Brondby 22 14 5 3 44 20 +24 47
3 FCK 22 14 3 5 45 23 +22 45
4 FC Nordsjaelland 22 10 7 5 35 21 +14 37
5 AGF Aarhus 22 9 9 4 26 21 +5 36
6 Silkeborg 22 8 3 11 28 32 -4 27
7 OB Odense 22 6 6 10 25 32 -7 24
8 Lyngby 22 6 5 11 27 39 -12 23
9 Viborg 22 6 5 11 24 37 -13 23
10 Randers FC 22 5 8 9 23 37 -14 23
11 Vejle 22 4 7 11 19 26 -7 19
12 Hvidovre 22 2 5 15 17 45 -28 11
Athugasemdir
banner
banner
banner