Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 26. febrúar 2020 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin - Byrjunarlið: Afar öflugir varamenn
Aguero og Sterling byrja á bekknum hjá Manchester City.
Aguero og Sterling byrja á bekknum hjá Manchester City.
Mynd: Getty Images
Það verður afar fróðlegur leikur á Santiago Bernabeu klukkan 20:00 þegar Real Madrid tekur á móti Manchester City í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Sigursælasta lið keppninnar, Real Madrid, tekur á móti liði sem er í leit að sínum fyrsta Meistaradeildartitli.

Þegar litið er yfir byrjunarliðin þá er óhætt að segja að þau séu bæði mjög sterk, en varmannabekkirnir eru einnig mjög sterkir. Á varamannabekkjunum tveimur má finna leikmenn eins og Raheem Sterling, Sergio Aguero, Gareth Bale, Marcelo, David Silva og Toni Kroos. Allt fótboltamenn í hæsta klassa.

Hér að neðan má sjá bæði byrjunarlið og vonandi verður leikurinn stórskemmtilegur.

Byrjunarlið Real Madrid: Courtois, Carvajal, Varane, Ramos, Mendy, Modric, Casemiro, Valverde, Isco, Benzema, Vinicius.
(Varamenn: Areola, Militao, Kroos, Bale, Marcelo, Vasquez, Jovic)

Byrjunarlið Man City: Ederson, Walker, Laporte, Otamendi, Mendy, Gundogan, Rodri, Mahrez, Bernardo Jesus, De Bruyne.
(Varamenn: Bravo, Sterling, Aguero, Silva, Fernandinho, Cancelo, Foden)

Í hinum leik kvöldsins mætast Lyon frá Frakklandi og Ítalíumeistarar Juventus.

Þar er Juventus líklegra liðið til að fara áfram enda með leikmenn eins og Cristiano Ronaldo, Matthijs de Ligt og Paulo Dybala í sínu byrjunarliði.

Varnarmenn Juventus þurfa í kvöld að hafa góðar gætur á Moussa Dembele, sóknarmanni Lyon, sem hefur verið orðaður við stórlið á Englandi.

Byrjunarlið Lyon: Lopes, Denayer, Marcelo, Marcal, Dubois, Guimaraes, Tousart, Aouar, Cornet, Dembele, Toko-Ekambi.
(Varamenn: Tatarusanu, Andersen, Terrier, Traore, Mendes, Tete, Caqueret)

Byrjunarlið Juventus: Szczesny, Danilo, Bonucci, De Ligt, Sandro, Bentancur, Pjanic, Rabiot, Cuadrado, Ronaldo, Dybala.
(Varamenn: Buffon, De Sciglio, Ramsey, Matuidi, Higuain, Rugani, Bernardeschi)

Leikir dagsins:
20:00 Real Madrid - Man City (Stöð 2 Sport)
20:00 Lyon - Juventus (Stöð 2 Sport 2)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner