Liverpool og Newcastle gætu skipst á framherjum - Bayern undirbýr tilboð í Verbruggen - Man Utd horfir til Sporting
   mið 26. mars 2025 15:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Eðlilega vilja Grindvíkingar halda í þennan leikmann"
Lengjudeildin
Adam Árni Róbertsson.
Adam Árni Róbertsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásgeir Orri þarf ekki að fara í aðgerð.
Ásgeir Orri þarf ekki að fara í aðgerð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík bauð í Adam Árna Róbertsson, framherja Grindavíkur, fyrr í þessum mánuði en Grindavík hafnaði því tilboði. Adam er fæddur árið 1999 og kom í Keflavík í 2. flokki en hann er uppalinn fyrir austan. Adam lék síðast með Keflavík tímabilið 2022 og skoraði þá fimm mörk í Bestu deildinni. Hann hélt svo í Vogana, raðaði inn mörkum og var í kjölfarið keyptur fyrir síðasta tímabil og samdi til þriggja ára við Grindavík.

Fótbolti.net ræddi við framkvæmdastjóra fótboltadeildar Keflavíkur, Ragnar Aron Ragnarsson, og var hann m.a. spurður út í Adam Árna.

„Það er ekkert í gangi eins og er, við fengum bara tilboðinu í hann hafnað," segir Ragnar.

Eruð þið að leita að framherja?

„Ertu með einhvern? Nei nei, við erum ekkert að leita. Við erum með flotta leikmenn og Stebbi (Stefan Alexander Ljubicic) er í endurkomuferli."

Tilboðið kom á svipuðum tíma og ljóst varð að Stefan þyrfti að fara í liðþófaaðgerð, voruð þið stressaðir að meiðsli hans væru jafnvel alvarlegri en raunin varð?

„Nei, við vorum nokkuð vissir um hvað þetta væri, þó þetta væri ekki alveg komið í ljós, við erum auðvitað glaðir að þetta var ekki eitthvað verra."

„Adam er bara frábær leikmaður sem hefur verið hjá okkur áður og við viljum bara fá þessa stráka heim, viljum sanka að okkur leikmönnum héðan. Adam er búinn að vera óheppinn með meiðsli, en það hlýtur nú að stoppa á einhverjum tímapunkti. Ég hugsa að hann verði þrusugóður í sumar."

„Við gerðum okkar tilboð og því bara hafnað, eðlilega vilja Grindvíkingar bara halda í þennan leikmann."


Eruð þið að leita að einhverju á markaðnum, ef það býðst?

„Nei, við erum bara með ótrúlega góðan hóp. Það hafa að sjálfsögðu einhver meiðsli átt sér stað á undirbúningstímabilinu, sem er bara eðlilegt held ég. Því miður voru meiðslin á Ásgeiri þau alvarlegustu (slitið krossband), en aftur á móti fengum við þær ágætu fréttir að hann þarf ekki að fara í aðgerð. Þetta er aftara krossband, hann þarf að styrkja sig vel. Við búumst við nokkuð skjótum bata þar ef allt gengur upp," segir Ragnar.

Adam er samningsbundinn Grindavík út tímabilið 2026. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net fékk Fylkir samþykkt tilboð í Adam í lok sumargluggans í fyrra en ekkert varð úr því að hann færi þangað.
Athugasemdir
banner
banner
banner