Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 26. apríl 2021 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nýjasta landsliðskonan var of feimin og fór í körfubolta
Karitas í leik með Selfossi síðasta sumar.
Karitas í leik með Selfossi síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karitas Tómasdóttir, nýjasta landsliðskona Íslands, var gestur í síðasta þætti af Heimavellinum.

Karitas ólst upp í Rangárvallasýslu, á Hellu, en hún sagði frá því í þættinum að hún hefði verið of feimin til að mæta á æfingar þegar hún var yngri.

„Ég var mjög feimin sem krakki. Í fimmta eða sjötta flokki þá voru allar stelpurnar frá Hellu hættar í fótbolta og farnar í körfubolta. Stelpurnar á Hvolsvelli voru í fótboltanum. Ég þekkti þær ekki brjálaðslega mikið þannig að ég þorði ekki að fara á æfingar, ég var of feimin og fór í körfubolta."

„Ég vildi alltaf vera ógeðslega mikið í fótbolta. Frænku minni fannst líka gaman í fótbolta, stundum tókst mér að draga hana með mér á æfingar og þá þorði ég," segir Karitas.

„Ég fer í FSU 2011-2012. Það var fótboltaakademía þar og Gunni Borgþórs var með hana," sagði Karitas en í kjölfarið fór hún að æfa með 2. flokki Selfoss þar sem Gunnar var að þjálfa þar.

„Þarna 2012 er ég að byrja aftur í fótbolta. Ég var 16-17 ára, eitthvað svoleiðis."

Hún byrjaði að spila með meistaraflokki Selfoss 2013, þá tiltölulega nýbyrjuð aftur í fótbolta.

Karitas hefur spilað með Selfossi frá 2013 en í sumar mun hún leika með Íslandsmeisturum Breiðabliks.

Hægt er að hlusta á alla umræðuna í heild sinni hér að neðan.
Heimavöllurinn - Of feimin til að mæta á æfingar, FH ætlar upp og Arna Sif dóminerar skosku háloftin
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner