Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   sun 26. maí 2024 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ancelotti: Bellingham er ekki arftaki Kroos
Mynd: Getty Images

Toni Kroos hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Real Madrid en hann mun leggja skóna á hilluna eftir EM í Þýskalandi í sumar.


Kroos er þekktur fyrir frábæra sendingagetu og les leikinn frábærlega. Carlo Ancelotti stjóri Real Madrid var spurður að því hvort Jude Bellingham yrði arftaki Kroos.

„Er Jude Bellignham arftaki Kroos? Nei það held ég nú ekki. Það er betra fyrir okkur ef Bellingham er nær vítateignum. Við erum með aðra miðjumenn," sagði Ancelotti.

Belliingham var stórkostlegur á sínu fyrsta tímabili með Real Madrid en hann hefur skorað 23 mörk og lagt upp 12 í 41 leik.


Athugasemdir
banner
banner