Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
banner
   sun 26. júní 2022 23:12
Anton Freyr Jónsson
Baldvin Borgars: Sýndum og sönnuðum hversu góðir við erum
Baldvin Már Borgarsson, aðstoðarþjálfari Ægis.
Baldvin Már Borgarsson, aðstoðarþjálfari Ægis.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

„Mér líður hrikalega vel. Frábær sigur hjá mínu liði, mér fannst við hafa sýnt það og sannað hversu góðir við erum." sagði Baldvin Már Borgarsson, aðstoðarþjálfari Ægis eftir dramatískan 1-0 sigur á Fylki og er liðið komið áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins. 

„Þetta var virkilega skemmtilegur leikur. Bæði lið fengu mjög góð færi til að klára leikinn og skora mörk. Leikurinn hefði alveg hæglega getað farið 3-2 í aðra áttina, tvö góð lið að reyna spila góðan fótbolta."


Lestu um leikinn: Ægir 1 -  0 Fylkir

„Það var jafnræði með liðunum í fyrri hálfelik, bæði lið fengu góða sénsa síðan heyrði ég Rúnar aðeins garga á sína menn aðeins í hálfleik og þeir komu bara gíraðir út í síðari hálfleikinn og herjuðu aðeins á okkur en við náðum að vinna okkur aftur inn í leikinn. Við fáum frábært tækifæri undir lok leiks til að klára þennan leik."

Ægir töpuðu í vikunni á móti Njarðvík 6-0 í deildinni og var Baldvin Már Borgarsson aðstoðarþjálfari Ægis ánægður með að ná að svara fyrir það tap á móti Fylki. 

„Þetta er frábært svar. Strákarnir vita það sjálfir að við mættum ekki til leiks í fyrri hálfleik í Njarðvík og vorum verðskuldað 4-0 undir þar og það er erfitt að fara í Njarðvík og leyfa þeim að byrja leikinn í 4-0 og við vorum í vandræðum með að vinna það til baka í síðari hálfleiknum en að ná að svara því í dag með að vinna Fylki er bara í rauninni eins gott og það verður."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir