Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   sun 26. júní 2022 23:12
Anton Freyr Jónsson
Baldvin Borgars: Sýndum og sönnuðum hversu góðir við erum
Baldvin Már Borgarsson, aðstoðarþjálfari Ægis.
Baldvin Már Borgarsson, aðstoðarþjálfari Ægis.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

„Mér líður hrikalega vel. Frábær sigur hjá mínu liði, mér fannst við hafa sýnt það og sannað hversu góðir við erum." sagði Baldvin Már Borgarsson, aðstoðarþjálfari Ægis eftir dramatískan 1-0 sigur á Fylki og er liðið komið áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins. 

„Þetta var virkilega skemmtilegur leikur. Bæði lið fengu mjög góð færi til að klára leikinn og skora mörk. Leikurinn hefði alveg hæglega getað farið 3-2 í aðra áttina, tvö góð lið að reyna spila góðan fótbolta."


Lestu um leikinn: Ægir 1 -  0 Fylkir

„Það var jafnræði með liðunum í fyrri hálfelik, bæði lið fengu góða sénsa síðan heyrði ég Rúnar aðeins garga á sína menn aðeins í hálfleik og þeir komu bara gíraðir út í síðari hálfleikinn og herjuðu aðeins á okkur en við náðum að vinna okkur aftur inn í leikinn. Við fáum frábært tækifæri undir lok leiks til að klára þennan leik."

Ægir töpuðu í vikunni á móti Njarðvík 6-0 í deildinni og var Baldvin Már Borgarsson aðstoðarþjálfari Ægis ánægður með að ná að svara fyrir það tap á móti Fylki. 

„Þetta er frábært svar. Strákarnir vita það sjálfir að við mættum ekki til leiks í fyrri hálfleik í Njarðvík og vorum verðskuldað 4-0 undir þar og það er erfitt að fara í Njarðvík og leyfa þeim að byrja leikinn í 4-0 og við vorum í vandræðum með að vinna það til baka í síðari hálfleiknum en að ná að svara því í dag með að vinna Fylki er bara í rauninni eins gott og það verður."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner