Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
banner
   mán 26. júlí 2021 21:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stefán Árni: Ég er þakklátur og glaður
Stefán Árni í leik gegn Víkingum.
Stefán Árni í leik gegn Víkingum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Árni Geirsson kom inn í byrjunarlið KR og átti stórleik þegar KR-ingar völtuðu yfir Fylki í Pepsi Max-deildinni í kvöld, 4-0.

Stefán Árni kom inn í liðið þar sem Kjartan Henry Finnbogason var í banni og hann gaf þjálfara sínum hausverk fyrir næsta liðsval.

Lestu um leikinn: KR 4 -  0 Fylkir

„Ég er þakklátur og glaður. Það er gaman að fá að spila. Þetta var flott frammistaða hjá öllum í liðinu; gaman að skora fjögur og halda hreinu," sagði Stefán Árni.

„Það var hreint út sagt brilljant að spila þennan leik. Ég var búinn að bíða eftir því. Mjög skemmtilegt."

Theódór Elmar Bjarnason og Kjartan Henry eru mættir í lið KR. Hvernig er að fá þessa fyrrum landsliðsmenn inn í hópinn?

„Það er algjör snilld. Þeir koma inn með hax gæði eins og sást í dag. Kjartan, það er alvöru ástríða í þeim manni. Það er mjög gaman að þeim báðum."

„Ég vil 100 prósent vera að spila meira. Þetta er undir mér komið," sagði Stefán.

Allt viðtalið við hann er hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner