Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
   þri 26. júlí 2022 22:15
Þorsteinn Haukur Harðarson
Magnús Már: Getum unnið alla í þessari deild
Lengjudeildin
Magnús Már Einarsson
Magnús Már Einarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta var frábær spilamennska hjá okkur, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem við stjórnuðum leiknum frá a-ö og áttum að skora fleiri mörk," sagði Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir 4-1 sigur gegn Selfossi í kvöld.


Lestu um leikinn: Selfoss 1 -  4 Afturelding

"Ég er virkilega ánægður með þessa stráka í dag. Það var barátta í þeim og vilji og við uppskárum góðan sigur. Það er frábært að fylgjast með þeim þessa dagana og við erum að spila hrikalega vel."

Afturelding hefur nú unnið þrjá leiki í röð og alls 4 leiki af seinustu fimm. "Við erum búnir að fara á þrjá erfiða útivelli núna, skora að lágmarki fjögur mörk í leik, og vinna þá alla. Við viljum meira. Við erum ekki hættir."

En hversu langt getur liðið náð? "Eins langt og þessir strákar vilja. Þeir eru það góðir í fótbolta að þeir geta unnið öll lið í þessari deild en þeir geta líka tapað fyrir öllum liðum í deildinni. Þetta snýst um að hafa hausinn rétt skrúfaðan á og karakterinn í lagi. Það gengur vel núna en við getum ekki slakað neitt á."

Allt viðtalið við Magnús má sjá í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner
banner