
Þetta var frábær spilamennska hjá okkur, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem við stjórnuðum leiknum frá a-ö og áttum að skora fleiri mörk," sagði Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir 4-1 sigur gegn Selfossi í kvöld.
Lestu um leikinn: Selfoss 1 - 4 Afturelding
"Ég er virkilega ánægður með þessa stráka í dag. Það var barátta í þeim og vilji og við uppskárum góðan sigur. Það er frábært að fylgjast með þeim þessa dagana og við erum að spila hrikalega vel."
Afturelding hefur nú unnið þrjá leiki í röð og alls 4 leiki af seinustu fimm. "Við erum búnir að fara á þrjá erfiða útivelli núna, skora að lágmarki fjögur mörk í leik, og vinna þá alla. Við viljum meira. Við erum ekki hættir."
En hversu langt getur liðið náð? "Eins langt og þessir strákar vilja. Þeir eru það góðir í fótbolta að þeir geta unnið öll lið í þessari deild en þeir geta líka tapað fyrir öllum liðum í deildinni. Þetta snýst um að hafa hausinn rétt skrúfaðan á og karakterinn í lagi. Það gengur vel núna en við getum ekki slakað neitt á."
Allt viðtalið við Magnús má sjá í spilaranum hér að ofan