Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
   fim 26. ágúst 2021 20:58
Sverrir Örn Einarsson
Vilhjálmur: Þetta var þannig dagur
Vilhjálmur á hliðarlínunni fyrr í sumar.
Vilhjálmur á hliðarlínunni fyrr í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta mark kom seint en við fengum samt nokkur færi til að skora þau," sagði Vilhjálmur Kári Haraldsson þjálfari Breiðabliks eftir 1 - 1 jafntefli við Keflavík suður með sjó í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  1 Breiðablik

Keflavík varðist vel allan leikinn en Blikar náðu að setja jöfnunarmarkið á 88. mínútu.

„Þær eru frábærar í að berjast og hafa varist vel og svo beita þær skyndisóknum og gera þetta mjög vel en mér fannst við eiga töluvert meira í þessum leik og eiga skilið að taka öll þrjú stigin þó það hafi ekki gengið."

Valur varð í gær Íslandsmeistari svo titilbaráttunni lauk fyrir Breiðablik þá. Hitti Keflavík á góðan dag að spila við Blika daginn eftir það, hafandi ekki að neinu að keppa og með Evrópuleiki framundan á bakvið eyrað líka. Kom grimmdin í Keflavík á óvart?

„Þær hafa alltaf spilað svona en það hefur ekki dottið með Keflavíkurliðinu í sumar. Þær hafa oft spilað svona leiki en ekki dottið með þeim en mér fannst okkar lið spila fínan fótbolta, skapa sér færi og mikið af tækifærum og góðum stöðum. Stundum fer boltinn bara ekki inn, þetta var þannig dagur."

Vilhjálmur ræðir í lokin um komandi Evrópuleiki hjá liðinu í umspili um sæti í Meistaradeildinni en frekar má heyra viðtalið í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner