Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   lau 26. september 2020 18:41
Ingimar Bjarni Sverrisson
Andri Hjörvar: Hlaupa, hlaupa, hlaupa og berjast, berjast og berjast
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Stoltur og ánægður. Við vorum að hlaupa, hlaupa, hlaupa út um allan völl. Berjast, berjast og berjast. Eins einfaldur fótbolti og hægt er. Sparka honum fram á vallarhelming andstæðingsins og reyna valda einhverjum vandræðum þar,“ sagði Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þór/KA eftir 2-1 sigur liðsins á FH fyrr í dag.

Lestu um leikinn: FH 1 -  2 Þór/KA

„Nei nei, kannski var þetta bara sanngjarnt í hálfleik. Við vorum ekkert að fókusa hvað væri sanngjarnt í hálfleik. Bara fókusa á að halda áfram og kýla þetta áfram,“ sagði hann um hvort lið hans hefði verðskuldað að vera yfir í hálfleik.

Spurður um hversu mikilvægt hefði verið að klára þennan leik, vitandi að tveir leikir í viðbót gegn liðunum í kringum Þór/KA væru á dagskrá sagði hann: „Að sjálfsögðu er gott að taka stig af liðunum í kringum okkur. En það er galið að segja það en það er bullandi séns fyrir KR, FH og fleiri að hýfa sig upp töfluna. Þetta er það galið mót orðið að það skilur stutt á milli. “
Athugasemdir
banner