Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 26. september 2020 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Bobby Duncan kominn til Derby (Staðfest)
Bobby Duncan var hjá Manchester City áður en hann skipti yfir til Liverpool.
Bobby Duncan var hjá Manchester City áður en hann skipti yfir til Liverpool.
Mynd: Getty Images
Bobby Duncan, fyrrum sóknarmaður unglingaliðs Liverpool, er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við Derby County.

Duncan er 19 ára gamall og yfirgaf Liverpool eftir mikið fjölmiðlafár í fyrra til að ganga til liðs við Fiorentina á Ítalíu fyrir tæpar 2 milljónir punda.

Duncan heimtaði að yfirgefa Liverpool þar sem hann var á höttunum eftir meiri spiltíma en hann gerði fjögur mörk í tólf leikjum fyrir unglingaliðið hjá Fiorentina, án þess að fá tækifæri með aðalliðinu.

Ári eftir félagaskiptin vill Duncan, sem er frændi Steven Gerrard, halda aftur heim til Englands og hefur hann valið sér Derby County sem næsta áfangastað.

Þar mun framherjinn spila með U23 liðinu. Ef hann stendur sig vel þar getur hann búist við að fá tækifæri í Championship deildinni eða bikarkeppnum.

Derby keypti Duncan frá Fiorentina en kaupverðið er óuppgefið.

Sjá einnig:
Fiorentina reynir að fá frænda Steven Gerrard frá Liverpool
Liverpool telur tilboð Fiorentina vera niðrandi
Bobby Duncan brjálaður út í Liverpool - Ekki farið úr húsi í fjóra daga
Bobby Duncan: Ég vil bara spila fótbolta
Liverpool leyfir Bobbu Duncan að ræða við Fiorentina
Bobby Duncan neitaði United - Vildi ekki svíkja Liverpool
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner