Mbappe fær frest frá Real Madrid - Richarlison á óskalista Sádi-Arabíu - Madueke vill yfirgefa Chelsea
   þri 26. september 2023 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Man Utd tekur á móti Crystal Palace
Mynd: Man Utd

Enski deildabikarinn er í fullu fjöri og eru sjö leikir á dagskrá í kvöld, þar sem fimm úrvalsdeildarfélög mæta til leiks.


Úrvalsdeildarnýliðarnir í Luton Town heimsækja Exeter á meðan Wolves kíkir til Ipswich og Burnley á útileik í Salford.

Að lokum á Manchester United heimaleik á Old Trafford gegn Crystal Palace og ríkir mikil eftirvænting fyrir þá viðureign.

Rauðu djöflarnir eiga erfitt verkefni fyrir höndum gegn sprækum andstæðingum og er áhugavert að þessi lið mætast aftur á sama velli fjórum dögum síðar, þegar þau eigast við í ensku úrvalsdeildinni.

Erik ten Hag gæti þurft að fara gætilega í liðsvalinu þar sem Man Utd á framundan heimaleiki við Galatasaray og Brentford með stuttu millibili í byrjun október.

Leikir kvöldsins:
18:45 Bradford - Middlesbrough
18:45 Exeter - Luton
18:45 Ipswich Town - Wolves
18:45 Mansfield Town - Peterborough
18:45 Port Vale - Sutton Utd
18:45 Salford City - Burnley
19:00 Man Utd - Crystal Palace


Athugasemdir
banner
banner