þri 26. október 2021 14:30
Elvar Geir Magnússon
Sádarnir skoða hvort hægt sé að lokka Ten Hag
Erik Ten Hag.
Erik Ten Hag.
Mynd: Getty Images
Daily Mail segir að Newcastle sé tilbúið að gera Erik Ten Hag að einum hæstlaunaða stjóra ensku úrvalsdeildarinnar. Hollendingurinn er hinsvegar hæstánægður hjá Ajax og vill vera þar áfram.

Sagt er að nýir eigendur Newcastle hafi skoðað möguleika á því að fá Ten Hag á St James' Park og séu tilbúnir að borga honum laun sem færi honum 6 milljónir punda eftir skatt. Þá yrðu Pep Guardiola og Jurgen Klopp einu stjórar deildarinnar sem væru á hærri launum.

Ten Hag hafnaði Tottenham í sumar en orðspor hans í alþjóðlegum fótbolta hefur vaxið mikið undanfarin ár. Hann er meðvitaður að það fylgi því ákveðin áhætta að ráða sig til Englands þar sem pressan er mikil.

Ten Hag hefur þegar verið nefndur sem mögulegur stjóri Manchester United ef Ole Gunnar Solskjær verður rekinn.

Stjóraleit nýrra eigenda Newcastle hefur verið að dragast á langinn. Félagið hefur rætt við Paulo Fonseca, fyrrum stjóra Roma, og ann er enn inni í myndinni. Roberto Martínez, Frank Lampard og Lucien Favre hafa einnig verið orðaðir við starfið.

Bráðabirgðastjórinn Greame Jones mun væntanlega vera áfram með stjórnartaumana um komandi helgi þegar leikið verður gegn Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner
banner