Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   fim 26. október 2023 12:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gent
Davíð Ingvars: Aldrei verið á jafngóðum velli
Tók smá tíma að komast í gang eftir aðgerðina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: EPA
„Við höfum tekið góða vídeófundi og skoðað þá nokkuð vel. Þeir eru stórhættulegir, eru mjög gott lið og við megum ekki gefa þeim mikið pláss og tíma. Við ætlum að reyna að ýta vel á þá en vera skynsamir á sama tíma varnarlega," sagði Davíð Ingvarsson, leikmaður Breiðabliks, við Fótbolta.net.

Framundan er leikur gegn Gent í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 16:45 og verður í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.

„Við verðum að einblína á okkar leik, keyra á þá, negla þá og getum þannig brotið þá niður," sagði Davíð. Gent hefur ekki unnið í síðustu fjórum leikjum sínum í Belgíu og hefur þjálfari Gent áhyggjur af því. Síðasti sigurleikur liðsins var gegn Maccabi Tel Aviv í 2. umferð riðlakeppninnar.

„Það er einn ungur leikmaður á vinstri kantinum sem þarf að stoppa. Þetta eru allt góðir leikmenn, það er samt ekki bara einn sem þarf að stoppa, eru allir stórhættulegir."

Davíð gæti verið að tala um Malick Fofana. Hann er átján ára vængmaður og er hann belgískur U21 landsliðsmaður.

Blikar æfðu á heimavelli Gent í gær. Mannvirkið er glæsilegt og tekur völlurinn 20 þúsund manns í sæti.

;,Geðveikt, þetta er algjört teppi. Ég hef aldrei verið á jafngóðum velli held ég. Umgjörðin í kring, mjög góð, völlurinn flottur að utan og innan. Ég er mjög spenntur fyrir þessum leik."

Davíð hefur aðeins glímt við meiðsli á þessu ári. „Staðan er bara góð. Ég fór í aðgerð fyrir tímabilið og það tók smá tíma að koma mér almennilega í gang eftir það. Ég missteig mig aðeins í Víkingsleiknum en það var ekki eins alvarlegt og fyrri meiðsli. Ég er hægt og rólega búinn að koma mér inn í hlutina og er að finna mitt gamla stand."

Svekktur að hafa ekki spilað meira? „Að hluta til já. En það er ekkert sem ég get gert í því, það er bara að halda áfram."

Hvaða væntingar geriru til leiksins í kvöld?

„Að við gefum okkar allra besta. Við ætlum að reyna ná í stig eða þrjú," sagði Davíð.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst. Davíð ræðir þar einnig um sína mögulega varðandi næsta skref á ferlinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner