Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
Heiðdís: Stolt að vinna bikar eftir barnsburð
Berglind Björg: Skemmtilegra núna heldur en í fyrra
Sammy: Búin að vera að æfa þessa tegund af slútti
Virkilega ánægð með skiptin í Breiðablik - „Vildi vinna bikara og það hefur komið"
„,Þetta er bara geggjað, þetta er bara bilun"
Thelma Karen: Eigum endalaust inni og þetta er ekki búið
Guðni meyr: Stoltur af því að vera FH-ingur
Nik eftir sigur í úrslitaleiknum: Þetta er ótrúlegt
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
   fim 26. október 2023 12:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gent
Davíð Ingvars: Aldrei verið á jafngóðum velli
Tók smá tíma að komast í gang eftir aðgerðina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: EPA
„Við höfum tekið góða vídeófundi og skoðað þá nokkuð vel. Þeir eru stórhættulegir, eru mjög gott lið og við megum ekki gefa þeim mikið pláss og tíma. Við ætlum að reyna að ýta vel á þá en vera skynsamir á sama tíma varnarlega," sagði Davíð Ingvarsson, leikmaður Breiðabliks, við Fótbolta.net.

Framundan er leikur gegn Gent í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 16:45 og verður í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.

„Við verðum að einblína á okkar leik, keyra á þá, negla þá og getum þannig brotið þá niður," sagði Davíð. Gent hefur ekki unnið í síðustu fjórum leikjum sínum í Belgíu og hefur þjálfari Gent áhyggjur af því. Síðasti sigurleikur liðsins var gegn Maccabi Tel Aviv í 2. umferð riðlakeppninnar.

„Það er einn ungur leikmaður á vinstri kantinum sem þarf að stoppa. Þetta eru allt góðir leikmenn, það er samt ekki bara einn sem þarf að stoppa, eru allir stórhættulegir."

Davíð gæti verið að tala um Malick Fofana. Hann er átján ára vængmaður og er hann belgískur U21 landsliðsmaður.

Blikar æfðu á heimavelli Gent í gær. Mannvirkið er glæsilegt og tekur völlurinn 20 þúsund manns í sæti.

;,Geðveikt, þetta er algjört teppi. Ég hef aldrei verið á jafngóðum velli held ég. Umgjörðin í kring, mjög góð, völlurinn flottur að utan og innan. Ég er mjög spenntur fyrir þessum leik."

Davíð hefur aðeins glímt við meiðsli á þessu ári. „Staðan er bara góð. Ég fór í aðgerð fyrir tímabilið og það tók smá tíma að koma mér almennilega í gang eftir það. Ég missteig mig aðeins í Víkingsleiknum en það var ekki eins alvarlegt og fyrri meiðsli. Ég er hægt og rólega búinn að koma mér inn í hlutina og er að finna mitt gamla stand."

Svekktur að hafa ekki spilað meira? „Að hluta til já. En það er ekkert sem ég get gert í því, það er bara að halda áfram."

Hvaða væntingar geriru til leiksins í kvöld?

„Að við gefum okkar allra besta. Við ætlum að reyna ná í stig eða þrjú," sagði Davíð.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst. Davíð ræðir þar einnig um sína mögulega varðandi næsta skref á ferlinum.
Athugasemdir
banner