Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   fim 26. október 2023 12:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gent
Davíð Ingvars: Aldrei verið á jafngóðum velli
Tók smá tíma að komast í gang eftir aðgerðina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: EPA
„Við höfum tekið góða vídeófundi og skoðað þá nokkuð vel. Þeir eru stórhættulegir, eru mjög gott lið og við megum ekki gefa þeim mikið pláss og tíma. Við ætlum að reyna að ýta vel á þá en vera skynsamir á sama tíma varnarlega," sagði Davíð Ingvarsson, leikmaður Breiðabliks, við Fótbolta.net.

Framundan er leikur gegn Gent í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 16:45 og verður í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.

„Við verðum að einblína á okkar leik, keyra á þá, negla þá og getum þannig brotið þá niður," sagði Davíð. Gent hefur ekki unnið í síðustu fjórum leikjum sínum í Belgíu og hefur þjálfari Gent áhyggjur af því. Síðasti sigurleikur liðsins var gegn Maccabi Tel Aviv í 2. umferð riðlakeppninnar.

„Það er einn ungur leikmaður á vinstri kantinum sem þarf að stoppa. Þetta eru allt góðir leikmenn, það er samt ekki bara einn sem þarf að stoppa, eru allir stórhættulegir."

Davíð gæti verið að tala um Malick Fofana. Hann er átján ára vængmaður og er hann belgískur U21 landsliðsmaður.

Blikar æfðu á heimavelli Gent í gær. Mannvirkið er glæsilegt og tekur völlurinn 20 þúsund manns í sæti.

;,Geðveikt, þetta er algjört teppi. Ég hef aldrei verið á jafngóðum velli held ég. Umgjörðin í kring, mjög góð, völlurinn flottur að utan og innan. Ég er mjög spenntur fyrir þessum leik."

Davíð hefur aðeins glímt við meiðsli á þessu ári. „Staðan er bara góð. Ég fór í aðgerð fyrir tímabilið og það tók smá tíma að koma mér almennilega í gang eftir það. Ég missteig mig aðeins í Víkingsleiknum en það var ekki eins alvarlegt og fyrri meiðsli. Ég er hægt og rólega búinn að koma mér inn í hlutina og er að finna mitt gamla stand."

Svekktur að hafa ekki spilað meira? „Að hluta til já. En það er ekkert sem ég get gert í því, það er bara að halda áfram."

Hvaða væntingar geriru til leiksins í kvöld?

„Að við gefum okkar allra besta. Við ætlum að reyna ná í stig eða þrjú," sagði Davíð.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst. Davíð ræðir þar einnig um sína mögulega varðandi næsta skref á ferlinum.
Athugasemdir
banner