Liverpool og Man Utd á eftir Simons - Sancho áfram hjá Chelsea - Real Madrid hefur áhuga á Rodri
Donni: Sigurmarkið var bara óvart
Sigurmarkið ekki „kúla beint í skeytin" - „Skot eins og Bríet segir örugglega sjálf"
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
   fim 26. október 2023 12:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gent
„Þetta er það sem maður hefur horft á í sjónvarpinu frá því maður var lítill"
Við þurfum að eiga okkar besta leik til að ná að særa þá
Við þurfum að eiga okkar besta leik til að ná að særa þá
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Þá eigum við möguleika á að taka stig hérna og mögulega ná að gera það óvænta og vinna þennan leik
Þá eigum við möguleika á að taka stig hérna og mögulega ná að gera það óvænta og vinna þennan leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spilað á Ghelamco Arena í kvöld. 'Það er gaman að vera í kringum umgjörðina; hún er á hærra 'leveli' en gengur og gerist þar sem maður hefur verið'
Spilað á Ghelamco Arena í kvöld. 'Það er gaman að vera í kringum umgjörðina; hún er á hærra 'leveli' en gengur og gerist þar sem maður hefur verið'
Mynd: EPA
„Leikurinn leggst rosalega vel í mig, er spenntur að takast á við þetta lið. Þeir eru virkilega góðir," sagði Viktor Örn Margeirsson, leikmaður Breiðabliks, við Fótbolta.net í dag.

Breiðablik á leik klukkan 16:45 gegn Gent í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolti.net.

„Við erum aðeins búnir að vera fara yfir þá á vídeófundum, leggjum áherslu á nokkra leikmenn, en heilt yfir er þetta gott lið. Þeir eru með gæði í öllum stöðum og það þarf að taka þá alla alvarlega. Fyrir fram held ég að þeir séu sterkasta liðið í riðlinum."

„Það eru klárlega glufur í þeirra leik sem hægt er að nýta sér. Ég held að sama hvernig hefur gengið undanfarið hjá þeim í deildinni, það ætti ekki að skipta neinu máli. Þetta verður erfiður leikur, skemmtilegur og klárlega tækifæri fyrir okkur að gera eitthvað. Við þurfum að eiga okkar besta leik til að ná að særa þá."


Viktor er ánægður með hvernig Breiðablik sem félag hefur staðið að hlutunum í undirbúningi fyrir leikinn. „Við fórum til Glasgow, spiluðum á móti Rangers. Það var virkilega góð viðbót við undirbúninginn, fékk okkur aftur upp á tærnar; góður leikur gegn góðum leikmönnum."

Hvernig er að taka þátt í riðlakeppninni?

„Það er mjög gaman, góð reynsla og frábært að fá að taka þátt á þessu sviði. Þetta er það sem maður hefur horft á í sjónvarpinu frá því maður var lítill. Það er gaman að vera í kringum umgjörðina; hún er á hærra 'leveli' en gengur og gerist þar sem maður hefur verið."

Blíkarnir æfðu á keppnisvellinum í gær. „Þetta er virkilega fallegur völlur, grasið geggjað, völlurinn þéttur og góður. Boltinn rann hratt og vel. Það er best að keppa á góðu grasi, en því miður fáum við ekki alveg að njóta þess heima á Íslandi. Það er gaman að komast í alvöru 'standard' á góðu grasi."

Hefuru fundið fyrir breytingum eftir þjálfarabreytinguna?

„Þeir Halldór og Eyjó hafa verið að koma með sínar áherslur inn í þetta, hafa verið ýmsar áherslubreytingar, en samt ekkert verið að snúa neinu á hvolf þannig. Ekki strax allavega. Við erum að halda í það sem við erum góðir í og höfum verið að keyra á."

Hvaða væntingar geriru til leiksins í kvöld?

„Ég geri þær væntingar að við séum allir 'all-in' og klárir í alvöru bardaga; að við skilum frammistöðu sem við getum verið virkilega stoltir af. Ef við skilum frammistöðu sem ég veit að býr í okkur, þá eigum við möguleika á að taka stig hérna og mögulega ná að gera það óvænta og vinna þennan leik. Ég geri kröfu á að við gerum okkar besta til að ná því í kvöld," sagði Viktor.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst. Viktor er einnig spurður út í nýja samninginn sem hann skrifaði undir á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner