Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   fim 26. október 2023 12:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gent
„Þetta er það sem maður hefur horft á í sjónvarpinu frá því maður var lítill"
Við þurfum að eiga okkar besta leik til að ná að særa þá
Við þurfum að eiga okkar besta leik til að ná að særa þá
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Þá eigum við möguleika á að taka stig hérna og mögulega ná að gera það óvænta og vinna þennan leik
Þá eigum við möguleika á að taka stig hérna og mögulega ná að gera það óvænta og vinna þennan leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spilað á Ghelamco Arena í kvöld. 'Það er gaman að vera í kringum umgjörðina; hún er á hærra 'leveli' en gengur og gerist þar sem maður hefur verið'
Spilað á Ghelamco Arena í kvöld. 'Það er gaman að vera í kringum umgjörðina; hún er á hærra 'leveli' en gengur og gerist þar sem maður hefur verið'
Mynd: EPA
„Leikurinn leggst rosalega vel í mig, er spenntur að takast á við þetta lið. Þeir eru virkilega góðir," sagði Viktor Örn Margeirsson, leikmaður Breiðabliks, við Fótbolta.net í dag.

Breiðablik á leik klukkan 16:45 gegn Gent í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolti.net.

„Við erum aðeins búnir að vera fara yfir þá á vídeófundum, leggjum áherslu á nokkra leikmenn, en heilt yfir er þetta gott lið. Þeir eru með gæði í öllum stöðum og það þarf að taka þá alla alvarlega. Fyrir fram held ég að þeir séu sterkasta liðið í riðlinum."

„Það eru klárlega glufur í þeirra leik sem hægt er að nýta sér. Ég held að sama hvernig hefur gengið undanfarið hjá þeim í deildinni, það ætti ekki að skipta neinu máli. Þetta verður erfiður leikur, skemmtilegur og klárlega tækifæri fyrir okkur að gera eitthvað. Við þurfum að eiga okkar besta leik til að ná að særa þá."


Viktor er ánægður með hvernig Breiðablik sem félag hefur staðið að hlutunum í undirbúningi fyrir leikinn. „Við fórum til Glasgow, spiluðum á móti Rangers. Það var virkilega góð viðbót við undirbúninginn, fékk okkur aftur upp á tærnar; góður leikur gegn góðum leikmönnum."

Hvernig er að taka þátt í riðlakeppninni?

„Það er mjög gaman, góð reynsla og frábært að fá að taka þátt á þessu sviði. Þetta er það sem maður hefur horft á í sjónvarpinu frá því maður var lítill. Það er gaman að vera í kringum umgjörðina; hún er á hærra 'leveli' en gengur og gerist þar sem maður hefur verið."

Blíkarnir æfðu á keppnisvellinum í gær. „Þetta er virkilega fallegur völlur, grasið geggjað, völlurinn þéttur og góður. Boltinn rann hratt og vel. Það er best að keppa á góðu grasi, en því miður fáum við ekki alveg að njóta þess heima á Íslandi. Það er gaman að komast í alvöru 'standard' á góðu grasi."

Hefuru fundið fyrir breytingum eftir þjálfarabreytinguna?

„Þeir Halldór og Eyjó hafa verið að koma með sínar áherslur inn í þetta, hafa verið ýmsar áherslubreytingar, en samt ekkert verið að snúa neinu á hvolf þannig. Ekki strax allavega. Við erum að halda í það sem við erum góðir í og höfum verið að keyra á."

Hvaða væntingar geriru til leiksins í kvöld?

„Ég geri þær væntingar að við séum allir 'all-in' og klárir í alvöru bardaga; að við skilum frammistöðu sem við getum verið virkilega stoltir af. Ef við skilum frammistöðu sem ég veit að býr í okkur, þá eigum við möguleika á að taka stig hérna og mögulega ná að gera það óvænta og vinna þennan leik. Ég geri kröfu á að við gerum okkar besta til að ná því í kvöld," sagði Viktor.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst. Viktor er einnig spurður út í nýja samninginn sem hann skrifaði undir á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner