Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   fim 26. október 2023 12:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gent
„Þetta er það sem maður hefur horft á í sjónvarpinu frá því maður var lítill"
Við þurfum að eiga okkar besta leik til að ná að særa þá
Við þurfum að eiga okkar besta leik til að ná að særa þá
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Þá eigum við möguleika á að taka stig hérna og mögulega ná að gera það óvænta og vinna þennan leik
Þá eigum við möguleika á að taka stig hérna og mögulega ná að gera það óvænta og vinna þennan leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spilað á Ghelamco Arena í kvöld. 'Það er gaman að vera í kringum umgjörðina; hún er á hærra 'leveli' en gengur og gerist þar sem maður hefur verið'
Spilað á Ghelamco Arena í kvöld. 'Það er gaman að vera í kringum umgjörðina; hún er á hærra 'leveli' en gengur og gerist þar sem maður hefur verið'
Mynd: EPA
„Leikurinn leggst rosalega vel í mig, er spenntur að takast á við þetta lið. Þeir eru virkilega góðir," sagði Viktor Örn Margeirsson, leikmaður Breiðabliks, við Fótbolta.net í dag.

Breiðablik á leik klukkan 16:45 gegn Gent í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolti.net.

„Við erum aðeins búnir að vera fara yfir þá á vídeófundum, leggjum áherslu á nokkra leikmenn, en heilt yfir er þetta gott lið. Þeir eru með gæði í öllum stöðum og það þarf að taka þá alla alvarlega. Fyrir fram held ég að þeir séu sterkasta liðið í riðlinum."

„Það eru klárlega glufur í þeirra leik sem hægt er að nýta sér. Ég held að sama hvernig hefur gengið undanfarið hjá þeim í deildinni, það ætti ekki að skipta neinu máli. Þetta verður erfiður leikur, skemmtilegur og klárlega tækifæri fyrir okkur að gera eitthvað. Við þurfum að eiga okkar besta leik til að ná að særa þá."


Viktor er ánægður með hvernig Breiðablik sem félag hefur staðið að hlutunum í undirbúningi fyrir leikinn. „Við fórum til Glasgow, spiluðum á móti Rangers. Það var virkilega góð viðbót við undirbúninginn, fékk okkur aftur upp á tærnar; góður leikur gegn góðum leikmönnum."

Hvernig er að taka þátt í riðlakeppninni?

„Það er mjög gaman, góð reynsla og frábært að fá að taka þátt á þessu sviði. Þetta er það sem maður hefur horft á í sjónvarpinu frá því maður var lítill. Það er gaman að vera í kringum umgjörðina; hún er á hærra 'leveli' en gengur og gerist þar sem maður hefur verið."

Blíkarnir æfðu á keppnisvellinum í gær. „Þetta er virkilega fallegur völlur, grasið geggjað, völlurinn þéttur og góður. Boltinn rann hratt og vel. Það er best að keppa á góðu grasi, en því miður fáum við ekki alveg að njóta þess heima á Íslandi. Það er gaman að komast í alvöru 'standard' á góðu grasi."

Hefuru fundið fyrir breytingum eftir þjálfarabreytinguna?

„Þeir Halldór og Eyjó hafa verið að koma með sínar áherslur inn í þetta, hafa verið ýmsar áherslubreytingar, en samt ekkert verið að snúa neinu á hvolf þannig. Ekki strax allavega. Við erum að halda í það sem við erum góðir í og höfum verið að keyra á."

Hvaða væntingar geriru til leiksins í kvöld?

„Ég geri þær væntingar að við séum allir 'all-in' og klárir í alvöru bardaga; að við skilum frammistöðu sem við getum verið virkilega stoltir af. Ef við skilum frammistöðu sem ég veit að býr í okkur, þá eigum við möguleika á að taka stig hérna og mögulega ná að gera það óvænta og vinna þennan leik. Ég geri kröfu á að við gerum okkar besta til að ná því í kvöld," sagði Viktor.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst. Viktor er einnig spurður út í nýja samninginn sem hann skrifaði undir á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner