Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   lau 26. október 2024 20:49
Brynjar Óli Ágústsson
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
<b>Hilmar Árni Halldórsson, leikmaður Stjörnuna.</b>
Hilmar Árni Halldórsson, leikmaður Stjörnuna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er bara að taka þetta allt inn.'' segir Hilmar Árni Halldórsson, leikmaður Stjörnuna, eftir 3-2 sigur gegn FH í seinustu umferð Bestu deildar árið 2024.


Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  2 FH

„Gaman að vinna og enda með marki. Gaman að kveðja strákana og bara allt ótrúlega skemmtilegt.''

Það var spilað kveðjumyndband í lok leikins í stúkunni eftir leik til að kveðja Hilmar, Þórarinn og Daníel sem voru að spila þeirra seinasta leik fyrir Stjörnunni.

„Þetta var tilfinningaríkt, hefði mátt vera aðeins styttra, maður er ennþá að ná kuldanum út úr sér. Þetta var auðvitað bara eina leiðin til að heiðra svona einstakling eins og Daníel Laxdal. Þetta er einsdæmi í íslenskri knattspyrnu, jafnvel víðar og ég held og vona að allir átti sér á því, ég er ekkert viss að við sjáum þetta aftur. Þetta er einstakur drengur og algjör goðsögn,''

„Maður er að reyna að loka heilum ferli og þá er maður að hugsa um þetta allt. Sigrana og töpin og öll þau lið og allar þær manneskjur sem maður hefur fengið að kynnast í þessu,''

Hægt er að horfa á leikinn í heild sinni fyrir ofan.

Hilmar var spurður í lokinn hvað kemur við hjá honum eftir ferlinu.

„Ég ætla að demba mér út í þjálfun hérna hjá Stjörnunni og ég er ógeðslega spenntur fyrir því,'' segir Hilmar Árni í lokin.


Athugasemdir
banner
banner
banner