Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu: Barcelona vill halda Rashford - Chelsea leiðir baráttuna um Vinicius
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   lau 26. október 2024 20:49
Brynjar Óli Ágústsson
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
<b>Hilmar Árni Halldórsson, leikmaður Stjörnuna.</b>
Hilmar Árni Halldórsson, leikmaður Stjörnuna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er bara að taka þetta allt inn.'' segir Hilmar Árni Halldórsson, leikmaður Stjörnuna, eftir 3-2 sigur gegn FH í seinustu umferð Bestu deildar árið 2024.


Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  2 FH

„Gaman að vinna og enda með marki. Gaman að kveðja strákana og bara allt ótrúlega skemmtilegt.''

Það var spilað kveðjumyndband í lok leikins í stúkunni eftir leik til að kveðja Hilmar, Þórarinn og Daníel sem voru að spila þeirra seinasta leik fyrir Stjörnunni.

„Þetta var tilfinningaríkt, hefði mátt vera aðeins styttra, maður er ennþá að ná kuldanum út úr sér. Þetta var auðvitað bara eina leiðin til að heiðra svona einstakling eins og Daníel Laxdal. Þetta er einsdæmi í íslenskri knattspyrnu, jafnvel víðar og ég held og vona að allir átti sér á því, ég er ekkert viss að við sjáum þetta aftur. Þetta er einstakur drengur og algjör goðsögn,''

„Maður er að reyna að loka heilum ferli og þá er maður að hugsa um þetta allt. Sigrana og töpin og öll þau lið og allar þær manneskjur sem maður hefur fengið að kynnast í þessu,''

Hægt er að horfa á leikinn í heild sinni fyrir ofan.

Hilmar var spurður í lokinn hvað kemur við hjá honum eftir ferlinu.

„Ég ætla að demba mér út í þjálfun hérna hjá Stjörnunni og ég er ógeðslega spenntur fyrir því,'' segir Hilmar Árni í lokin.


Athugasemdir
banner