PSG í baráttuna um Trent - Liverpool hefur áhuga á Dedic - Perez undirbýr stjóraskipti
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
Fjölskyldan kom Arnóri skemmtilega á óvart í kveðjuleiknum - „Ómetanlegt"
Jökull: Virkilega vel unnið hjá félaginu og geggjaðir stuðningsmenn
Finnur Orri: Ég verð ekki áfram hjá FH
banner
   lau 26. október 2024 20:49
Brynjar Óli Ágústsson
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
<b>Hilmar Árni Halldórsson, leikmaður Stjörnuna.</b>
Hilmar Árni Halldórsson, leikmaður Stjörnuna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er bara að taka þetta allt inn.'' segir Hilmar Árni Halldórsson, leikmaður Stjörnuna, eftir 3-2 sigur gegn FH í seinustu umferð Bestu deildar árið 2024.


Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  2 FH

„Gaman að vinna og enda með marki. Gaman að kveðja strákana og bara allt ótrúlega skemmtilegt.''

Það var spilað kveðjumyndband í lok leikins í stúkunni eftir leik til að kveðja Hilmar, Þórarinn og Daníel sem voru að spila þeirra seinasta leik fyrir Stjörnunni.

„Þetta var tilfinningaríkt, hefði mátt vera aðeins styttra, maður er ennþá að ná kuldanum út úr sér. Þetta var auðvitað bara eina leiðin til að heiðra svona einstakling eins og Daníel Laxdal. Þetta er einsdæmi í íslenskri knattspyrnu, jafnvel víðar og ég held og vona að allir átti sér á því, ég er ekkert viss að við sjáum þetta aftur. Þetta er einstakur drengur og algjör goðsögn,''

„Maður er að reyna að loka heilum ferli og þá er maður að hugsa um þetta allt. Sigrana og töpin og öll þau lið og allar þær manneskjur sem maður hefur fengið að kynnast í þessu,''

Hægt er að horfa á leikinn í heild sinni fyrir ofan.

Hilmar var spurður í lokinn hvað kemur við hjá honum eftir ferlinu.

„Ég ætla að demba mér út í þjálfun hérna hjá Stjörnunni og ég er ógeðslega spenntur fyrir því,'' segir Hilmar Árni í lokin.


Athugasemdir
banner
banner