
Þessa stundina eigast við Túnis og Ástralía í D-riðli en tapi Ástralía leiknum er liðið úr keppni.
Túnis byrjaði betur fyrstu mínúturnar en eftir það hefur Ástralía stjórnað leiknum og má segja að liðið hafi komist verðskuldað yfir á 23. mínútu leiksins.
Eftir snögga sókn átti Craig Goodwin, sem skoraði gegn Frökkum, fyrirgjöf sem fór af leikmanni Túnis og beint á kollinn á hinum stóra og stæðilega Mitchell Duke sem stangaði boltann fallega í fjærhornið.
Mikilvægt mark fyrir Ástralíu en liðið er með 0 stig fyrir þennan leik á meðan Túnis er með eitt.
Ástralar eru í bullandi séns á að komast áfram upp úr D-riðli eftir mikilvægan 1-0 sigur á Túnis á HM í dag. Mitchell Duke skoraði sigurmarkið á 23. mínútu. pic.twitter.com/KZ01mg4lD8
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 26, 2022
Athugasemdir