

Noel Le Graet hér til hægri. Með honum á myndinni er Didier Deschamps, þjálfari karlalandsliðs Frakklands.
Eins og sagt var frá fyrr í dag þá er búist við því að Corinne Diacre, þjálfari kvennalandsliðs Frakklands, muni segja starfi sínu lausu á morgun.
Margir leikmenn hafa á síðustu dögum stigið til hliðar frá liðinu út af stjórnarhættum hennar.
Margir leikmenn hafa á síðustu dögum stigið til hliðar frá liðinu út af stjórnarhættum hennar.
En það er ekki bara hún sem kemur til með að segja upp á morgun að sögn fréttaveitunnar Reuters.
Noel Le Graet, forseti franska fótboltasambandsins, mun að sögn miðilsins einnig láta af störfum. Hann steig til hliðar í byrjun janúar eftir að hafa móðgað goðsögnina Zinedine Zidane. Hann er einnig sakaður um kynferðislega áreitni í starfi og er til rannsóknar hjá íþróttamálaráðuneytinu í Frakklandi.
Le Graet hefur gegnt starfinu frá 2011 og hefur síðustu ár leyft Diacre að komast upp með að sinna sínu starfi sem landsliðsþjálfari á skrautlegan hátt. En það virðist vera núna kominn tími á ferska og betri vinda í frönskum fótbolta.
Athugasemdir