Rashford lækkar launakröfur til að komast til Barcelona - Napoli vill Kiwior - Aston Villa í leit að markverði
Jökull: Held að svarið verði annað þegar þú spyrð mig næst
Túfa: Helvíti gaman að sjá þessa frétt
Ólafur Kristjáns: Leikmenn verið lengur saman og búnar að kynnast mér
Guðni Eiríks: Öll mörkin voru eiginlega einhver trúðamörk
Alli Jói: Þessi kóngur frábær
Sandra María: Þetta var gott spark í rassinn
Óskar Smári: Gæðaleysi fram á við þegar leið á leikinn
Jóhann Kristinn: Var mögulega aðeins of pirraður
Bjarni Jó: Eigum að kála þessum leik
Donni: Vonandi það sem koma skal
John Andrews: Viljum spila öðruvísi og kannski er það að skaða okkur
FHL gleymdi búningunum fyrir austan - „Voru ekki lengi að finna búningasett fyrir okkur"
Úlfa Dís hetjan í Garðabæ: Sá einn á einn og hún stóð svolítið flatt
Pétur Rögnvalds: 5-4 er skemmtilegra en 1-0
Ívar Ingimars: Fólk á að borga extra fyrir þessa skemmtun
Davíð Smári: Ákvörðunin erfiðari eftir frammistöðuna gegn Blikum
Gunnar Heiðar: Héldum ekki áfram að gera það sem við erum góðir í
Jóhann Birnir: Meira svekktur með að það kom óðagot á okkur
Hemma Hreiðars bragur að myndast hjá HK - „Vilja æfa eins og skepnur"
Óli Íshólm: Eitthvað til að byggja ofan á en súrt var það
   sun 27. apríl 2025 18:54
Daníel Smári Magnússon
Hallgrímur Mar: Djöfull var hann mikilvægur
"Þetta eru allt saman kóngar"
Lagði upp á bróður sinn og gaf honum plús í kladdann fyrir að skora fallegt mark.
Lagði upp á bróður sinn og gaf honum plús í kladdann fyrir að skora fallegt mark.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Því miður botnbaráttuslagur! En djöfull er gott að ná fyrsta sigri og þannig séð ljótum, en djöfull var hann mikilvægur og ég er mjög ánægður með þetta,'' sagði Hallgrímur Mar Steingrímsson, leikmaður KA, eftir 3-2 sigur á FH í kvöld. Sigurinn var sá fyrsti í deildinni hjá KA og náðu þeir að spyrna sér frá botni deildarinnar með honum.


Lestu um leikinn: KA 3 -  2 FH

„Við fórum kannski í full mikið panic og hefðum getað haldið boltanum meira, en þeir eru seigir í því sem að þeir gera. Þeir negla boltanum fram og eru með stóra gæja frammi og það er erfitt  að ráða við það. Við réðum við það í dag, en auðvitað kom smá pressa á okkur í lokin en sem betur fer héldum við hana út.''

Umræðan í kringum KA hefur verið í neikvæðara lagi, hversu vel gengur að blokka hana út? Ef að Hallgrímur reynir það þá yfir höfuð?

„Ég hlusta því miður á allt saman! En þetta eru allt saman kóngar sem að eru að tala um þetta - eða flestir allavega. Ég hef bara gaman að þessu þó að ég taki ekki mark á því sem að þeir segja,'' sagði brosmildur Hallgrímur.

Hrannar Björn Steingrímsson, bróðir Hallgríms, skoraði glæsilegt fyrsta mark leiksins eftir langa bið. 

„Já, ljótt mark! Bjarni var einmitt brjálaður yfir því að ég skyldi ekki senda á hann, en við vorum búnir að æfa nokkur skot fyrir utan teig í gær og það skilaði sér í dag. Mjög ánægður fyrir hans hönd,'' sagði Hallgrímur.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner