Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mið 27. júlí 2022 23:44
Kári Snorrason
Chris Brazell: Þeir eru á toppnum af ástæðu
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög stoltur af strákunum þeir spiluðu frábærlega, lögðu mikið á sig, erfitt að koma í Kórinn að spila gegn HK þeir eru á toppnum og taflan lýgur ekki þeir eru á toppnum af ástæðu. Ég er stoltur af liðinu þeir sýndu góða frammistöðu", sagði Chris Brazell þjálfari Gróttu eftir 2-1 tap gegn toppliði HK fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: HK 2 -  1 Grótta

„Við skoruðum fyrsta mark leiksins það breytti leiknum auðvitað, annað liðið þarf að skora en hitt liðið getur reynt að halda stöðunni. Mér fannst við vera í góðri stjórn á leiknum þangað til í lok leiks þar sem við þurftum að leggja allt púður í sóknarleikinn en það er fótbolti við þurftum að opna leikinn. Hrós á strákana þeir sýndu mikinn kjark að koma hingað og spila svona góða frammistöðu."

Það var mikill hiti í þjálfarateymi Gróttu, tveir í teyminu fengu að líta rauða spjaldið vegna ósættis við dómara leiksins.

„Við einbeitum okkur bara að okkur sjálfum, það er auðvelt að koma hingað og byrja að kenna dómum um hvernig úrslitin ráðast."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner