„Ég er mjög stoltur af strákunum þeir spiluðu frábærlega, lögðu mikið á sig, erfitt að koma í Kórinn að spila gegn HK þeir eru á toppnum og taflan lýgur ekki þeir eru á toppnum af ástæðu. Ég er stoltur af liðinu þeir sýndu góða frammistöðu", sagði Chris Brazell þjálfari Gróttu eftir 2-1 tap gegn toppliði HK fyrr í kvöld.
Lestu um leikinn: HK 2 - 1 Grótta
„Við skoruðum fyrsta mark leiksins það breytti leiknum auðvitað, annað liðið þarf að skora en hitt liðið getur reynt að halda stöðunni. Mér fannst við vera í góðri stjórn á leiknum þangað til í lok leiks þar sem við þurftum að leggja allt púður í sóknarleikinn en það er fótbolti við þurftum að opna leikinn. Hrós á strákana þeir sýndu mikinn kjark að koma hingað og spila svona góða frammistöðu."
Það var mikill hiti í þjálfarateymi Gróttu, tveir í teyminu fengu að líta rauða spjaldið vegna ósættis við dómara leiksins.
„Við einbeitum okkur bara að okkur sjálfum, það er auðvelt að koma hingað og byrja að kenna dómum um hvernig úrslitin ráðast."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir