Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
   mán 27. september 2021 18:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Láki: Finnst Þór þurfa á mér að halda núna
Lengjudeildin
Þorlákur Árnason
Þorlákur Árnason
Mynd: Thorsport/Palli Jó
Þorlákur Árnason skrifaði í dag undir samning við Þór og verður þjálfari meistaraflokks karla næstu þrjú árin. Fótbolti.net ræddi við Þorlák í dag og spurði hann út í tíðindin.

„Mér líst rosalega vel á þetta. Þetta gerðist frekar hratt og ég er mjög ánægður með að vera mættur á Akureyri," sagði Láki.

„Ég hitti nokkur félög og þegar ég hitti Þór þá tikkaði allt saman, það sem þeir vildu gera og það sem ég var að hugsa. Ég fór eiginlega eftir hjartanu í þetta skiptið, ekki eftir heilanum. Það var ofboðslega mikil ástríða í Þórsurum og mig langaði að taka þátt í því."

Var eitthvað sérstakt sem heillaði við Þór? „Mér fannst Þór þurfa á mér að halda núna. Maður hittir kannski félög og kannski þurfa þau ekki á manni að halda. Þór er með mikið af ungum leikmönnum, spennandi leikmönnum og þetta er eiginlega hvítt autt blað. Það eru hlutir í umgjörðinni sem mig langar að koma inn með. Mér fannst þetta frábært tækifæri fyrir mig."

Það hefur verið mikið rót á þjálfaramálum hjá Þór. Finnst þér þörfin á því að fá þig inn liggja í því að fá reyndan utanaðkomandi aðila í félagið?

„Nei, ég er ekki að setja mig á einhvern háan hest. Það hafa verið frábærir menn hérna á undan. Maður þekkir Palla, Orra og Lárus Orra. Þetta eru frábærir Þórsarar sem hafa skilað góðu starfi. Orri spilaði á mörgum ungum leikmönnum í sumar og þvílík virðing á það. Þegar ég var að miða Þór við þessi félög sem ég var að hitta þá var Þór með plan: 'þetta er það sem við viljum gera, við höldum að þú sért rétti maðurinn'. Þegar ég fór að skoða það þá fannst mér ég vera rétti maðurinn í starfið," sagði Láki.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner