Sex úrvalsdeildarfélög vilja liðsfélaga Hákonar - Ekitike eftirsóttur af Arsenal, Liverpool, Man Utd og Newcastle
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
Sú markahæsta mætt aftur í grænt: Langaði að fara heim og finna gleðina
Eggert Aron spenntur fyrir nýju verkefni - „Þetta er hálfgerð klikkun“
   þri 27. september 2022 18:30
Brynjar Ingi Erluson
Davíð Snorri: Ég er svo ótrúlega stoltur af þessum gæjum
Davíð Snorri var auðvitað svekktur í leikslok
Davíð Snorri var auðvitað svekktur í leikslok
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikmenn geta verið fúlir en þurfa að muna að þetta er gríðarlega dýrmæt reynsla fyrir framtíðina
Leikmenn geta verið fúlir en þurfa að muna að þetta er gríðarlega dýrmæt reynsla fyrir framtíðina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðsins, var ótrúlega svekktur en samt svo stoltur af liðinu eftir markalausa jafnteflið við Tékkland í umspili fyrir lokakeppni Evrópumótsins í dag.

Lestu um leikinn: Tékkland U21 0 -  0 Ísland U21

Ísland tapaði heimaleiknum 2-1 og þurfti því að minnsta kosti mark til að komast í framlengingu.

Liðið skapaði sér urmul af færum í síðari hálfleiknum og var hársbreidd frá því að koma boltanum í netið. Valgeir Lunddal Friðriksson fékk dauðafæri undir lok leiks en markvörður Tékka, sem átti magnaðan leik, varði skotið.

Það er enginn vafi á því að það er mikið af frábærum leikmönnum í þessu U21 árs landsliði og segir Davíð að leikmenn hafi grætt fullt á þessum leikjum.

„Nei, eins og ég sagði fyrir leikinn þá ætluðum við að koma út sem sigurvegarar, sækja þetta og græða á þessu. Okei, ég lít alltaf á þessa gaura og þetta lið sem sigurvegara þótt við förum ekki á EM. Við erum að koma á einhvern völl, héldum hreinu og leikplanið gekk nákvæmlega upp og löguðum það sem við ætluðum að gera."

„Þvílíkt flottir, undir þvílíkri pressu og klárlega græðum á þessu og ætluðum að sækja þetta. Við erum með flotta og efnilega leikmenn sem munu spila stóra rullu fyrir Ísland í framtíðinni og þeir munu græða á þessum leikjum. Við verðum að horfa á það þannig. Frábær vegferð sem þetta lið er búið að vera á þó hún sé búin núna."

„Já, leikplanið það sem við töluðum um og bara hrós á þessa stráka að meðtaka og hvað þeir eru komnir langt taktískt sem leikmenn. Við sýndum þetta týpíska íslenska, þessi liðsheild í því sem við vorum að gera. Hugrakkir, jákvæð orka, einbeiting og allt sem við erum búnir að tala um drá fyrsta degi. Við fengum þessi færi og áttum að skora í dag en svona er fótboltinn. Ég var rosalega ánægður með hvernig leikplanið gekk en erum náttúrulega drullu svekktir með þetta,"
sagði Davíð við Fótbolta.net.

Matej Kovár, markvörður Tékka, var magnaður í leiknum og varði vel. Hann var þeirra besti maður og lykilmaður í því að koma liðinu í lokakeppnina.

„Jájá, Hákon greip inn í þegar það þurfti að gera það hjá okkur. Hann er góður í marki og gott lið sem við erum að spila við og þetta því miður datt ekki en við gerðum allt og skildum allt eftir."

Davíð segir að leikmenn geti alveg leyft sér að vera drullufúlir eftir þennan leik en verða að muna að þeir hafa grætt mikið á þessari dýrmætu reynslu.

„Innst inni verðum við að finna hvað við græddum á þessu og taka það með okkur því erum að spila á mjög háu leveli. Auðvitað erum við drullufúlir því við ætluðum á EM og spila við bestu liðin og ég tel okkur vera þegar við erum 'on' á pari við bestu liðin. Við erum búnir að sýna að við erum að nálgast þau. Ég er svo stoltur af þessum gæum og ánægður með þá og það er ótrúlega svekkjandi að þurfa að fara heim," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner