
Noel Le Graet hér til hægri. Með honum á myndinni er Didier Deschamps, þjálfari karlalandsliðs Frakklands.
Noel Le Graet hefur sagt af sér sem forseti franska fótboltasambandsins í kjölfarið á ýmsum hneykslum.
Hann steig til hliðar í byrjun janúar eftir að hafa móðgað goðsögnina Zinedine Zidane, ásamt því að vera sakaður um kynferðislega áreitni í starfi og er til rannsóknar hjá íþróttamálaráðuneytinu í Frakklandi.
Le Graet hefur gegnt starfinu frá 2011 en núna er kominn tími á ferskt blóð.
Amelie Oudea-Castera, íþróttamálaráðherra Frakklands, hefur kallað eftir afsögn Le Graet síðustu vikur en hann er líka sakaður um andlegt ofbeldi.
Það er líka búist við því að Corinne Diacre, þjálfari franska kvennalandsliðsins, muni segja af sér en hægt er að lesa um hennar mál með því að smella hérna.
Athugasemdir