Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 28. mars 2021 20:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Undankeppni HM: Þýskaland lagði Rúmeníu - Liechtenstein fékk skell
Úr leik Íslands og Þýskalands á dögunum. Gnabry, markaskorarinn í kvöld, pressar hér á Sverri Inga Ingason.
Úr leik Íslands og Þýskalands á dögunum. Gnabry, markaskorarinn í kvöld, pressar hér á Sverri Inga Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þá eru öllum leikjum dagsins í undankeppni HM 2022 lokið en það var meðal annars leikið í riðli okkar Íslendinga í kvöld.

Þjóðverjar eru með fullt hús stiga ásamt Armeníu eftir fyrstu tvo leikina. Þýskaland vann 1-0 sigur gegn Rúmeníu þar sem Serge Gnabry skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik. Þjóðverjar voru sterkari aðilinn í leiknum en þeir höfðu betur gegn Íslandi, 3-0, síðasta fimmtudag.

Liechtenstein, mótherjar Íslands á miðvikudag, hafa tapað báðum sínum leikjum til þessa, eins og Ísland. Þeir fengu skell í kvöld gegn Norður-Makedóníu, 5-0. Norður-Makedónía er með þrjú stig en þeir töpuðu fyrir Rúmeníu í fyrsta leik.

Færeyjar komust yfir gegn Austurríki en enduðu á því að tapa 3-1. Sonni Ragnar Nattestad, fyrrum leikmaður FH og Fylkis, skoraði fyrir Færeyinga.

Það var ekki mikið um óvænt úrslit í dag en hér að neðan má sjá öll úrslitin í leikjum kvöldsins.

B-riðill:
Kosóvó 0 - 3 Svíþjóð
0-1 Ludwig Augustinsson ('12 )
0-2 Aleksander Isak ('35 )
0-3 Sebastian Larsson ('70 , víti)
Rautt spjald: Bernard Berisha, Kosovo ('90)

C-riðill
Búlgaría 0 - 2 Ítalía
0-1 Andrea Belotti ('43 , víti)
0-2 Manuel Locatelli ('83 )

Sviss 1 - 0 Litháen
1-0 Xherdan Shaqiri ('2 )

D-riðill:
Úkraína 1 - 1 Finnland
1-0 Junior Moraes ('80 )
1-1 Teemu Pukki ('89 , víti)
Rautt spjald: Vitaliy Mykolenko, Úkraína ('88)

F-riðill:
Austurríki 3 - 1 Færeyjar
0-1 Sonni Ragnar Nattestad ('19 )
1-1 Aleksandar Dragovic ('30 )
2-1 Christoph Baumgartner ('37 )
3-1 Sasa Kalajdzic ('44 )

Ísrael 1 - 1 Skotland
1-0 Dor Peretz ('44 )
1-1 Ryan Fraser ('56 )

I-riðill:
Pólland 3 - 0 Andorra
1-0 Robert Lewandowski ('30 )
2-0 Robert Lewandowski ('55 )
3-0 Karol Swiderski ('88 )

San Marino 0 - 3 Ungverjaland
0-1 Adam Szalai ('13 , víti)
0-2 Roland Sallai ('71 )
0-3 Nemanja Nikolics ('88 , víti)

J-riðill:
Norður-Makedónía 5 - 0 Liechtenstein
1-0 Enis Bardi ('7 )
2-0 Aleksandar Trajkovski ('51 )
3-0 Aleksandar Trajkovski ('54 )
4-0 Eljif Elmas ('62 )
5-0 Ilija Nestorovski ('82 , víti)

Rúmenía 0 - 1 Þýskaland
0-1 Serge Gnabry ('17 )

Önnur úrslit í dag:
Ömurlegt, svo ömurlegt í Armeníu
Undankeppni HM: Spánn með flautumark - Danir skoruðu átta
Athugasemdir
banner
banner
banner