Hollenska goðsögnin Marco van Basten gagnrýnir Virgil van Dijk, varnarmann Liverpool, fyrir frammistöðuna í 4-0 tapi gegn Frakklandi og dregur leiðtogahæfileika hans einnig í efa.
Van Dijk er fyrirliði Hollands og lék í hjarta varnarinnar þegar liðið steinlá gegn Frökkum á föstudag. Van Basten segir að Van Dijk sé ekki rétti maðurinn til að bera fyrirliðabandið því hann gefi ekki nægilega skýrar skipanir.
Van Dijk er fyrirliði Hollands og lék í hjarta varnarinnar þegar liðið steinlá gegn Frökkum á föstudag. Van Basten segir að Van Dijk sé ekki rétti maðurinn til að bera fyrirliðabandið því hann gefi ekki nægilega skýrar skipanir.
„Hann býr til læti en hann segir ekkert. Hann er ekki skýr. Góður fyrirliði hugsar upphátt og gefur skýrar skipanir. Van Dijk skapar meiri óvissu og það leiðir til misskilnings." segir Van Basten.
„Hann er góður í klefanum en þegar kemur að taktíkinni er hann það ekki. Þetta hefur ekkert að gera með meiðslin hans, þetta snýst um leiðtogahæfileika."
Holland vann auðveldan 3-0 sigur gegn Gíbraltar í gær. Van Basten var sérfræðingur í setti ásamt Ruud Gullit sem gagnrýndi einnig Van Dijk, sagði hann sýna hroka.
Van Dijk kom til Liverpool 2018 og var talinn í hópi bestu miðvarða heims þegar liðið var að berjast um stærstu titlana. Undanfarið ár hefur hann hinsvegar fengið talsverða gagnrýni og spurningamerki sett við frammistöðu hans.
Athugasemdir