Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Atletico hefur áhuga á Rashford
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
banner
   fös 28. mars 2025 22:35
Sverrir Örn Einarsson
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskari Hrafni Þorvaldssyni þjálfara KR var ekki úrslit eða leikurinn sjálfur efst í huga þegar hann mætti til viðtals við Fótbolta.net eftir 5-1 tap KR gegn Víkingum í úrslitaleik Bosemótsins sem fram fór í Víkinni fyrr í kvöld. Stefán Árni Geirsson leikmaður KR varð fyrir alvarlegum meiðslum í leiknum sem að lituðu nokkuð fas Óskars.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  1 KR

„Úrslit, leikur og eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt þegar maður horfir upp á frábæran fótboltamann sem er sennilega fótbrotinn rétt fyrir mót. Það er bara ömurlegt og eitthvað sem er erfitt að sætta sig við.“

Þar bætist í meiðslalista KR sem er nokkur um þessar mundir en Óskar var þó jákvæður um stöðu hópsins og framhaldið.

„Þetta er bara frábært. Það eru flestir að koma til baka úr meiðslum og meiðsli eru bara hluti af leiknum. Þannig að ég get ekki staðið hér á móti þér og verið að vorkenna sjálfum mér. Við erum bara með þann hóp sem er klár hverju sinni.“

Um undirbúningstímabilið sem nú er að ljúka og hvort liðið væri á pari við þær væntingar sem Óskar gerir til þess sagði hann.

„Já ég held við séum vel yfir pari, það er svo sem erfitt að segja til um það svona nákvæmlega hvað var par og hvað var einn undir en mér finnst við vera á góðum stað.“

Allt viðtalið við Óskar má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner