Frank vill endurnýja kynni sín við Schade - Guehi eftirsóttur - Upamecano til Liverpool?
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Ólafur Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
banner
   fös 28. mars 2025 22:35
Sverrir Örn Einarsson
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskari Hrafni Þorvaldssyni þjálfara KR var ekki úrslit eða leikurinn sjálfur efst í huga þegar hann mætti til viðtals við Fótbolta.net eftir 5-1 tap KR gegn Víkingum í úrslitaleik Bosemótsins sem fram fór í Víkinni fyrr í kvöld. Stefán Árni Geirsson leikmaður KR varð fyrir alvarlegum meiðslum í leiknum sem að lituðu nokkuð fas Óskars.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  1 KR

„Úrslit, leikur og eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt þegar maður horfir upp á frábæran fótboltamann sem er sennilega fótbrotinn rétt fyrir mót. Það er bara ömurlegt og eitthvað sem er erfitt að sætta sig við.“

Þar bætist í meiðslalista KR sem er nokkur um þessar mundir en Óskar var þó jákvæður um stöðu hópsins og framhaldið.

„Þetta er bara frábært. Það eru flestir að koma til baka úr meiðslum og meiðsli eru bara hluti af leiknum. Þannig að ég get ekki staðið hér á móti þér og verið að vorkenna sjálfum mér. Við erum bara með þann hóp sem er klár hverju sinni.“

Um undirbúningstímabilið sem nú er að ljúka og hvort liðið væri á pari við þær væntingar sem Óskar gerir til þess sagði hann.

„Já ég held við séum vel yfir pari, það er svo sem erfitt að segja til um það svona nákvæmlega hvað var par og hvað var einn undir en mér finnst við vera á góðum stað.“

Allt viðtalið við Óskar má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir