Newcastle blandar sér í baráttu við Man Utd og Chelsea um Delap - Man City veitir Liverpool samkeppni um Kerkez
Jón Þór: Bara ein leið út úr þessu
Nýtt sjónarhorn sýnir að Arnar gerði rétt með því að dæma mark Vals ólöglegt
Heimir Guðjóns: Góð liðsheild og menn voru tilbúnir í þetta
Sölvi: Okkar besti fyrri hálfleikur í sumar
Jökull: Hrikalega ánægður með þennan hóp
Ásgeir Helgi: Helvíti erfiður að eiga við og ég er bara mjög ánægður með mig
Kjartan Kári: Þurftum bara að jafna þá í baráttunni
Túfa: Mjög svekkjandi og ekki í fyrsta skipti í sumar
Dóri Árna um afmælisbarnið Ásgeir Helga: Gjörsamlega frábær
Stokke: Mikill léttir að skora fyrsta markið fyrir félagið
Halldór Snær: Illa lélegt hjá okkur öllum
Maggi: Enginn svikinn að mæta hérna í kvöld
Óskar Hrafn: Þetta var tapleikur, það var enginn að kýla mig
Venni í áfalli eftir leikinn: Þetta var ótrúlegur leikur í raun og veru
Haraldur Árni: Mér líður frábærlega í Grindavík
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
„Skelfilegt en lofum því að þetta gerist ekki aftur"
Láki: Veit ekki hvaða lið myndi leysa það að missa svona fallbyssur út af
   fös 28. mars 2025 22:35
Sverrir Örn Einarsson
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskari Hrafni Þorvaldssyni þjálfara KR var ekki úrslit eða leikurinn sjálfur efst í huga þegar hann mætti til viðtals við Fótbolta.net eftir 5-1 tap KR gegn Víkingum í úrslitaleik Bosemótsins sem fram fór í Víkinni fyrr í kvöld. Stefán Árni Geirsson leikmaður KR varð fyrir alvarlegum meiðslum í leiknum sem að lituðu nokkuð fas Óskars.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  1 KR

„Úrslit, leikur og eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt þegar maður horfir upp á frábæran fótboltamann sem er sennilega fótbrotinn rétt fyrir mót. Það er bara ömurlegt og eitthvað sem er erfitt að sætta sig við.“

Þar bætist í meiðslalista KR sem er nokkur um þessar mundir en Óskar var þó jákvæður um stöðu hópsins og framhaldið.

„Þetta er bara frábært. Það eru flestir að koma til baka úr meiðslum og meiðsli eru bara hluti af leiknum. Þannig að ég get ekki staðið hér á móti þér og verið að vorkenna sjálfum mér. Við erum bara með þann hóp sem er klár hverju sinni.“

Um undirbúningstímabilið sem nú er að ljúka og hvort liðið væri á pari við þær væntingar sem Óskar gerir til þess sagði hann.

„Já ég held við séum vel yfir pari, það er svo sem erfitt að segja til um það svona nákvæmlega hvað var par og hvað var einn undir en mér finnst við vera á góðum stað.“

Allt viðtalið við Óskar má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir