Árni Freyr Guðnason, þjálfari ÍR, var skiljanlega svekktur eftir 3-1 tap gegn Haukum í úrslitaleik B-deild Lengjubikars karla í kvöld.
„Mér fannst við bara mjög dapir frá fyrstu mínútu til 89. mínútu. Þeir voru miklu betri en við og við eiginlega gátum bara ekki neitt," sagði Árni eftir leikinn.
„Mér fannst við bara mjög dapir frá fyrstu mínútu til 89. mínútu. Þeir voru miklu betri en við og við eiginlega gátum bara ekki neitt," sagði Árni eftir leikinn.
Lestu um leikinn: Haukar 3 - 1 ÍR
„Vinnuframlagið var lélegt og við vorum langt frá mönnum. Við ræddum um það í hálfleik en það skánaði ekki neitt. Ég held að þetta hafi verið hugarfars eðlis. Grunnvinnan var ekki nægilega góð, en þú getur ekki spilað fótbolta nema grunnvinnan sé til staðar."
Það er stutt í tímabil, stutt í fyrsta leik í 2. deildinni. Er það áhyggjuefni að liðið mæti svona til leiks og spili svona þegar það er stutt í mót?
„Alveg klárlega en við erum búnir að vera góðir í vetur og höfum spilað flottan fótbolta. Við náðum því ekki í dag. Það er alltaf áhyggjuefni að tapa en ég hugsa samt að ég sofni alveg í kvöld," sagði Árni.
Árni er uppalinn FH-ingur. Hann var spurður að því hvort það hefði verið sérstaklega súrt að fara á Ásvelli og tapa í kvöld. „Það er það, en núna er ég bara í ÍR. Þetta er alveg súrt en það hefði líka verið það ef þetta hefði verið annað lið."
Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir