,,Mér fannst við vera betri í seinni hálfleik en kannski vantaði að opna þá," sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH eftir 1-0 tap liðsins gegn KR í kvöld.
Jón Ragnar Jónsson fékk að líta rauða spjaldið fyrir að brjóta á Baldri Sigurðssyni í kvöld og nokkur gul spjöld fóru á loft á FH-inga í síðari hálfleik.
Jón Ragnar Jónsson fékk að líta rauða spjaldið fyrir að brjóta á Baldri Sigurðssyni í kvöld og nokkur gul spjöld fóru á loft á FH-inga í síðari hálfleik.
Lestu um leikinn: KR 1 - 0 FH
,,Ég held að flest spjöldin hafi átt rétt á sér nema rauða spjaldið á Jón Ragnar, mér fannst það vera gult spjald. Mér fannst Jón Ragnar reyna að draga meira út úr þessu en hitt."
FH-ingar hafa núna skorað tvö mörk í síðustu þremur leikjum. Er sóknarleikurinn áhyggjuefni?
,,Það er kannski ekki áhyggjuefni. Við þurfum að slípa sóknarleikinn betur. Á móti kemur þá hafa vellirnir ekki boðið upp á mikinn fótbolta með grasinu."
Varnarmaðurinn öflugi Kassim ,,The Dream" Doumbia var á bekknum í kvöld en hann er að koma til baka eftir meiðsli.
,,Hann fór í myndatöku í gær og er ekki tilbúinn. Vonandi verður hann klár á sunnudaginn," sagði Heimir en FH leikur við Víking á sunnudag.
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir






















