Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   fös 28. júní 2019 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þarf að bæta dómgæsluna í Pepsi Max-kvenna"
Úr leik hjá Breiðablik og Keflavík í Pepsi Max-deild kvenna í sumar.
Úr leik hjá Breiðablik og Keflavík í Pepsi Max-deild kvenna í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nýjasti þátturinn af Heimavellinum kom inn á síðuna á miðvikudagskvöld. Smelltu hér til að hlusta á þáttinn.

Það var meðal annars rætt um dómgæsluna í Pepsi Max-deildinni hingað til í sumar.

„Það er eitt sem mig langar að nefna sem er að taka mikið af umræðunni, þótt það sé líka jákvætt að það sé í umræðunni, það er dómgæslan. Hún er að spila of stórt hlutverk í mörgum leikjum. Þegar þú ert á þessu stigi í knattspyrnu þá er það eitthvað sem þú átt að geta gengið að, að vera með góða dómara," sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir sem var gestur þáttarins í gær.

„Við erum að reyna að bæta umfjöllun, við erum að reyna að setja þetta á hærra plan, dómararnir verða að koma með," sagði Hulda Mýrdal, þáttastjórnandi, þá.

„Mér finnst það sitja eftir og það skínur í gegn núna þegar það er verið að fjalla vel um allt. Mér finnst of mikið af dómaramistökum að ráða úrslit. Þetta er ótrúlega dýrt. Það þarf að bæta dómgæsluna í Pepsi Max-deild kvenna," sagði Bára.

„Það eru líka búin að vera atvik í Pepsi Max-deild karla en við erum ekki að ræða það hér. Ég vil sjá aðeins meiri gæði."

Sjá einnig:
Þjálfari Selfyssinga um vítaspyrnuna: Brandari kvöldsins
Athugasemdir
banner
banner