Liverpool hefur áhuga á Gordon - Það gæti bundið enda á vonir Arsenal um að fá Isak
Gunnar elskar lífið á Íslandi - „Núna er ég að hjálpa kærustunni að keyra hérna"
Fyrsti leikur Jóns Guðna í tvö og hálft ár - Fékk mikla ást frá liðsfélögunum
Rúnar Páll fúll: Það á bara að drulla þessum helvítis bolta í burtu
Matti um höfuðlásinn frá Bödda: Þetta er svolítið gert fyrir vestan
Dóri Árna: Gengum á lagið og kláruðum þetta fagmannlega
Heimir Guðjóns: Það voru forsendur í dag til að vinna Víking
Sölvi stoltur af flottu svari - „Ég hef ekki enn heyrt í Arnari"
Höskuldur: Í heildina bara fagmannleg frammistaða
Arnþór Ari: Þetta kemur okkur ekki á óvart
Ómar Ingi: Ég tileinka mæðrum drengjanna sigurinn
Gregg Ryder: Hvergi meiri pressa en í KR
Þjálfarinn braut Þorra niður: Finnst ekki miklar líkur á að ég fari aftur út til Lyngby
Hólmar Örn um markið: Ekki alveg viss af hverjum hann fór inn
Haukur Páll: Eykur möguleikana að sækja þrjú stig ef þú skorar þrjú mörk
Haddi um sögurnar af Viðari: Það er bara mjög ljótt að ljúga upp á fólk
Vill að menn líti í spegil - „Línan var eins og hjartalínurit”
Kominn með 6 mörk í 6 leikjum - „Get ekki kvartað“
Ætlaði að halda liðsfund en var stoppaður - „Frábærlega gert hjá þeim“
Árni Freyr: Mér fannst við miklu betri
Kyle McLagan: Færð nýja sýn á fótbolta eftir heilt ár frá
   mán 28. júní 2021 22:06
Magnús Þór Jónsson
Arnar: Ætla að fá inn leikmenn til að stuða hópinn aðeins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga byrjaði á að hrósa Leiknismönnum eftir fyrsta tap sinna manna á tímabilinu, 1-2 á Leiknisvelli.

Vill byrja á að óska Leiknismönnum til hamingju, þeir voru flottir! Börðust vel, lögðu mikið í leikinn og sýndu mikið og gott hjarta. Mjög flott hjá þeim!

Í aðdraganda annars marks Leiknis var Arnar mjög ósáttur á hliðarlínunni með að Erlendur dómari hefði beitt hagnaðarreglunni þegar virtist brotið á hans manni áður en heimamenn unnu boltann og fóru upp til að fiska vítið.

Það skiptir litlu máli hvað ég segi núna en ég held að allir hafi séð að það var brotið á okkur. En ókei, þeir brutust upp í skyndisókn og það var ýmislegt eftir hjá þeim, svo það hefur verið eitthvað að í varnarfærslunni okkar þar.

Arnar talaði um það fyrir mót að liðið sitt yrði að vera tilbúið til að sækja stig á völlum eins og í Breiðholtinu, eru hans menn að bregðast í pressuaðstæðum?

Einhverra hluta vegna náum við að gíra liðið okkar upp í stóru leikina og í sumar höfum við verið að tapa stigum gegnum þessum svokölluðu litlu liðum og þetta er áhyggjuefni. Erfiðasta stigið í fótbolta til að verða alvöru player er fókuslevelið og þess vegna eru kannski leikmenn að spila sem að ættu möguleika að spila erlendis. Skiptir svo miklu máli að falla ekki á fókusprófum með stupid mistakes.

Nánar er rætt við Arnar í viðtalinu sem fylgir, m.a. um taktískar breytingar í leiknum sjálfum, hvaða áhrif það hafði á Víkinga að leika á grasvellinum í Breiðholti og hann fer yfir hvað hans lið hefur hug á að gera í glugganum sem er nú að opnast.
Athugasemdir
banner
banner
banner