
Í dag var dregið í riðla fyrir EM kvenna sem fram fer á Englandi næsta sumar. Ísland var í fjórða styrkleikaflokki og lenti í riðli með Frakklandi, Ítalíu og Belgíu.
Opnunarleikurinn fer fram þann 6. júlí á Old Trafford, heimavelli karlaliðs Manchester United. England mætir þar Austurríki. Úrslitaleikurinn fer fram á Wembley 31. júlí.
Opnunarleikurinn fer fram þann 6. júlí á Old Trafford, heimavelli karlaliðs Manchester United. England mætir þar Austurríki. Úrslitaleikurinn fer fram á Wembley 31. júlí.
Smelltu hér til að kynna þér leikstaðina betur
A-riðill (Suðurstrandarriðillinn)
England
Noregur
Austurríki
Norður-Írland
B-riðill (Höfuðborgarriðillinn)
Þýskaland
Spánn
Danmörk
Finnland
C-riðill (Stálriðillinn)
Holland
Svíþjóð
Sviss
Rússland
D-riðill (Rotherham-riðillinn)
Frakkland
Ítalía
Belgía
Ísland
D-riðill: Rotherham-riðillinn
Miðað við hvernig Kári Árnason talaði um borgina Rotherham á sínum tíma þá mælum við með því að fólk gisti frekar í Manchester ef Ísland lendir í þessum riðli. Rotherham var mikill kola og stáliðnaðarbær á sínum tíma. Í D-riðlinum er einnig spilað á akademíuvelli Manchester City þar sem kvennalið City spilar.
Athugasemdir