Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 29. júlí 2021 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hamar fær spænskan sóknarmann fyrir úrslitakeppnina (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hamar í Hveragerði hefur bætt við sig spænskum sóknarmanni að nafni Basilio Jordán.

Hann er 26 ára gamall og er búinn að fá leikheimild með liðinu.

Jordán hefur komið víða við í neðri deildunum á Spáni og hann kemur til með að styrkja lið Hamars í fjórðu deildinni.

Hamar vann endurkomusigur gegn KFB í 4. deildinni í gær og gulltryggði sæti sitt í átta-liða úrslitum 4. deildar. Félagið ætlar sér upp um deild og á spænski sóknarmaðurinn að hjálpa liðinu í úrslitakeppninni.

Fótbolti.net er með beina lýsingu frá gluggadeginum en hægt er að nálgast hana hérna.
Athugasemdir
banner
banner