Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 30. mars 2021 19:47
Brynjar Ingi Erluson
EM U21: Stórsigur hjá Hollendingum - Þýskaland fer áfram
Cody Gakpo fagnar gegn Ungverjum í kvöld
Cody Gakpo fagnar gegn Ungverjum í kvöld
Mynd: Getty Images
Holland og Þýskaland eru búin að tryggja sér farseðilinn í 8-liða úrslit Evrópumótsins skipað leikmönnum 21 árs og yngri.

Holland slátraði Ungverjalandi, 6-1. Cody Gakpo, leikmaður PSV, skoraði tvö mörk fyrir liðið og lagði upp eitt í leiknum en Dani De Wit og Myron Boadu, liðsfélgar Alberts Guðmundssonar hjá AZ Alkmaar, komust einnig á blað.

Sven Botman og Brian Brobbey skoruðu tvö síðustu mörk Hollands sem tekur efsta sæti riðilsins með 5 stig, jafnmörg og Þýskaland og Rúmenía.

Þau lið gerðu markalaust jafntefli á sama tíma og fer Þýskaland áfram á betri markatölu. 3-0 sigur liðsins á Ungverjum í fyrstu umferðinni reyndist því afar mikilvægur.

Úrslit og markaskorarar:

Þýskaland U-21 0 - 0 Rúmenía U-21

Holland U-21 6 - 1 Ungverjaland U-21
1-0 Dani De Wit ('42 )
2-0 Myron Boadu ('47 , víti)
3-0 Cody Gakpo ('58 )
3-1 Bendeguz Bolla ('65 , víti)
4-1 Cody Gakpo ('70 )
5-1 Sven Botman ('87 )
6-1 Brian Brobbey ('89 )
Athugasemdir
banner
banner
banner