Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 30. apríl 2021 15:03
Ívan Guðjón Baldursson
Knattspyrnustjórar vilja sniðganga samfélagsmiðla
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Knattspyrnustjórar ensku úrvalsdeildarfélaganna eru á fréttamannafundum í dag og voru þeir allir spurðir út í þá ákvörðun að sniðganga samfélagsmiðla yfir helgina.

Þeir eru allir einróma um að þetta sé rétt ákvörðun í baráttunni gegn hatursorðræðu. Á samfélagsmiðlum virðist vera lítið mál að vera með kynþáttaníð og annað slíkt undir fölsku nafni.

Margir leikmenn hafa orðið fyrir barðinu á samfélagsmiðlum og ýmsir þeirra ákveðið að loka aðgöngum sínum. Nú standa allir loks saman til að senda skýr skilaboð til stjórnenda helstu samfélagsmiðla á borð við Facebook, Twitter og Instagram.

„Ég er mjög ánægður með þetta. Við tölum alltof oft um fordóma og níð og þetta er okkar leið til að taka skýra afstöðu í málinu," sagði Ole Gunnar Solskjær.

„Þetta er hárrétt ákvörðun. Það er fáránlegt að leikmenn þurfi bara að læra að lifa með þessu. Við erum líka fólk og ummæli hafa áhrif á okkur eins og aðra. Þegar ég var leikmaður þá hætti ég á samfélagsmiðlum því ég gat ekki lesið sum skilaboðin sem ég fékk, þau voru ógeðsleg," sagði Ryan Mason, bráðabirgðastjóri Tottenham.

„Ég hef ekki mikla þekkingu á samfélagsmiðlum en ég hef spjallað við leikmenn og mér er ljóst að það verður eitthvað að breytast. Þetta getur ekki viðgengist lengur," sagði Jürgen Klopp.

„Þetta er mikilvæg herferð því þetta er mjög stórt vandamál og við viljum sjá breytingar. Þetta þrífst svona vel á samfélagsmiðlum því fólk getur tjáð sig undir skjóli nafnleyndar og það er ólíðandi. Það er fáránlegt að nafnlaust fólk fái frelsi til að móðga þig," sagði Carlo Ancelotti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner